Goðasteinn - 01.09.2004, Page 71

Goðasteinn - 01.09.2004, Page 71
Goðasteinn 2004 í kirkjubók Stórólfshvolssóknar en nú er þess að engu getið að brot Kristínar hafi verið tilkynnt veraldlegum yfirvöldum, enda ekki lengur saknæmt að lögum. Ævibraut vinnukonu á nítjándu öld lá ekki um fjölbreyttar lendur og leið yfir á annan starfsvettvang hvergi að finna nema í höfn hjónabandsins. Þjónusta við sömu húsbændur starfsævina alla var hlutskipti margra í þeiná stétt. Aðrar dvöldu eitt eða fá ár á einum bæ, nokkur ár á þeim næsta, aftur fáein ár á enn einum bænum og skiptu í sífellu um húsbændur uns starfsþrek var þrotið og dvalarstaðir voru oftar en ekki ákveðnir af ráðamönnum hreppsfélags og í dálk þann í sóknar- mannatali þar sem staða á heimili er skráð er orðið vinnukona horfið en niðursetn- ingur komið í staðinn. Kristín Magnúsdóttir virðist hafa gegnt starfi vinnukonu ævina á enda. Ari eftir að drengurinn Einar fæddist fluttist hún með húsbændum sínum að Klauf í Vestur-Landeyjum og þar er hún talin til heimilis í tvö ár, en finnst hvergi í prestakallinu í húsvitjunarbók haustið 1874. Og séra Sveinbjörn Guðmundsson á Krossi er minnugur loforðs sem hann gaf sjálfum sér í stofunni á Krossi á til- finningaþrunginni stund fyrir níu árum, hann lætur ógert að skrá nafn gömlu vinnukonunnar sinnar í dálk ministerialbókar unr brottflutta úr prestakallinu. Kristín Magnúsdóttir skal hverfa eins og fugl sem deyr, enginn skal vita hvað af henni verður. Kristín lagði þó ekki á neina langvegu þegar hún hvarf frá Klauf. Olafur bróðir hennar bjó um þessar mundir á Litla-Moshvoli í Hvolhreppi. Þangað réðst hún og var vinnukona hjá Olafi uns hann lést árið 1879. Þá flutti hún sig um set að nágrannabænum Götu, var þar í eitt ár og síðan í Eystri-Garðsauka í tvö ár. Árið 1883 hafði hún enn vistaskipti og réðst nú að Sámsstöðum í Lljótshlíð. Þar var þríbýli á þessum árum og Ovíst er hverjir húsbændur hennar voru næstu tvö árin. Ekki verður heldur séð með hvaða atvikum hún barst til elsta barnsins síns, Þorsteins Þorgilssonar á Eyrarbakka einhvern tíma á árinu 1885, hún er ekki skráð brottflutt frá Sámsstöðum né innflutt í Eyrarbakkasókn. Vinnukonan Kristín Magnúsdóttir hafði aldrei notið langra samvista við börnin sín og ef til vill hefur hún verið helsjúk orðin er hún gerði ferð sína til Þorsteins sonar síns. Hún dó á heimili hans í Garðhúsum á Eyrarbakka þann 15. desember 1885, fimmtíu og þriggja ára gömul og banamein hennar er í prestsþjónustubók sagt innanmein. Enginn skyldi fullyrða hvort hún var södd lífdaga eður ei. Börnin tjögur sem Kristín fæddi í þennan heim komust öll til manns. Þorsteinn Þorgilsson ólst upp hjá föður sínum og stjúpu á Rauðnefsstöðum, var svo um hríð vinnumaður þar og víðar en fluttist 1882 út á Eyrarbakka með konu sinni Þórunni Olafsdóttur frá Árgilsstöðum í Hvolhreppi. Á Eyrarbakka vann hann við verslun -69-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.