Goðasteinn - 01.09.2004, Blaðsíða 71
Goðasteinn 2004
í kirkjubók Stórólfshvolssóknar en nú er þess að engu getið að brot Kristínar hafi
verið tilkynnt veraldlegum yfirvöldum, enda ekki lengur saknæmt að lögum.
Ævibraut vinnukonu á nítjándu öld lá ekki um fjölbreyttar lendur og leið yfir á
annan starfsvettvang hvergi að finna nema í höfn hjónabandsins. Þjónusta við
sömu húsbændur starfsævina alla var hlutskipti margra í þeiná stétt. Aðrar dvöldu
eitt eða fá ár á einum bæ, nokkur ár á þeim næsta, aftur fáein ár á enn einum
bænum og skiptu í sífellu um húsbændur uns starfsþrek var þrotið og dvalarstaðir
voru oftar en ekki ákveðnir af ráðamönnum hreppsfélags og í dálk þann í sóknar-
mannatali þar sem staða á heimili er skráð er orðið vinnukona horfið en niðursetn-
ingur komið í staðinn.
Kristín Magnúsdóttir virðist hafa gegnt starfi vinnukonu ævina á enda. Ari eftir
að drengurinn Einar fæddist fluttist hún með húsbændum sínum að Klauf í
Vestur-Landeyjum og þar er hún talin til heimilis í tvö ár, en finnst hvergi í
prestakallinu í húsvitjunarbók haustið 1874. Og séra Sveinbjörn Guðmundsson á
Krossi er minnugur loforðs sem hann gaf sjálfum sér í stofunni á Krossi á til-
finningaþrunginni stund fyrir níu árum, hann lætur ógert að skrá nafn gömlu
vinnukonunnar sinnar í dálk ministerialbókar unr brottflutta úr prestakallinu.
Kristín Magnúsdóttir skal hverfa eins og fugl sem deyr, enginn skal vita hvað af
henni verður.
Kristín lagði þó ekki á neina langvegu þegar hún hvarf frá Klauf. Olafur bróðir
hennar bjó um þessar mundir á Litla-Moshvoli í Hvolhreppi. Þangað réðst hún og
var vinnukona hjá Olafi uns hann lést árið 1879. Þá flutti hún sig um set að
nágrannabænum Götu, var þar í eitt ár og síðan í Eystri-Garðsauka í tvö ár. Árið
1883 hafði hún enn vistaskipti og réðst nú að Sámsstöðum í Lljótshlíð. Þar var
þríbýli á þessum árum og Ovíst er hverjir húsbændur hennar voru næstu tvö árin.
Ekki verður heldur séð með hvaða atvikum hún barst til elsta barnsins síns,
Þorsteins Þorgilssonar á Eyrarbakka einhvern tíma á árinu 1885, hún er ekki skráð
brottflutt frá Sámsstöðum né innflutt í Eyrarbakkasókn.
Vinnukonan Kristín Magnúsdóttir hafði aldrei notið langra samvista við börnin
sín og ef til vill hefur hún verið helsjúk orðin er hún gerði ferð sína til Þorsteins
sonar síns. Hún dó á heimili hans í Garðhúsum á Eyrarbakka þann 15. desember
1885, fimmtíu og þriggja ára gömul og banamein hennar er í prestsþjónustubók
sagt innanmein.
Enginn skyldi fullyrða hvort hún var södd lífdaga eður ei.
Börnin tjögur sem Kristín fæddi í þennan heim komust öll til manns. Þorsteinn
Þorgilsson ólst upp hjá föður sínum og stjúpu á Rauðnefsstöðum, var svo um hríð
vinnumaður þar og víðar en fluttist 1882 út á Eyrarbakka með konu sinni Þórunni
Olafsdóttur frá Árgilsstöðum í Hvolhreppi. Á Eyrarbakka vann hann við verslun
-69-