Goðasteinn - 01.09.2004, Page 100
Goðasteinn 2004
eru skoðuð mætti draga þá ályktun að einhverskonar garður/girðing eða annar
farartálmi hafi staðið á þessum stað, en hiín hefur takmarkað og hindrað ferðir
manna yfir þennan hluta og þess vegna finnst ekkert þarna. Get ég mér þess til að
austast í prufuholunni hafi verið hluti af bæjarhlaðinu, en vestan megin verið
aðhald, t.d. hestgerði. Á mi 11 i hefur þá girðing eða garður skilið. Fjöldi hóffjaðr-
anna stafar þess vegna af því að hestar voru járnaðir í gerðinu og á hlaðinu.
I prufuholu 2 fannst torfveggur nálægt SV-enda holunnar. Kemur vel fram á
dreifimynstri gripanna að þar sem veggurinn lá fannst nánast ekkert, en báðum
megin við hann fundust gripirnir, þó mismargir. Næst bænum eru flestir gripirnir
og þeim fækkar eftir því sem fjær dregur bænum.
í prufuholu 3 má greinilega sjá að flestir gripirnir finnast í holunni sunnan-
verðri, eða einmitt næst þeim stað sem talið er að bæjarhúsin hafi staðið. Tvær
hóffjaðrir fundust þar og báðar voru syðst í holunni, nálægt hlaðinu! Tómt svæði
holunnar fellur vel saman við stall sem þar var (sjá m.a. mynd 13 og 16). Reitur
X2,0-Y0,5 sker sig úr á þann veg að þar fundust allmargir gripir, eða 9 st. (sjá
mynd 24). Þessi staðreynd og að greinilega var endi á garðinum eilítið norðar,
bendir til þess að þarna hafi verið op eða rof á garðinum (hlið?) sem menn hafa
farið um (sjá mynd 13, en þar má sjá hvernig garðurinn endar).
1 öllum prufuholunum má sjá að mest er af gripum næst meintum stað bæjar-
húsa. 1 prufuholu 1 er þó mest af gripum vestast í holunni, eða þar sem sérhæft
starf með hesta hefur hugsanlega farið fram.
9. Gjóskugreining
Jarðfræðingur (Bryndís G. Róbertsdóttir) var fenginn á staðinn til að skoða
jarðlög á vettvangi og aldursgreina þau með samanburði við greind snið úr ná-
grenninu. Niðurstöður skýrslunnar benda eindregið til þess að rétt sé farið með
aldur gjóskulaganna frá 1721 og 1766. Mikilvægastu gjóskulögin í prufuholunum
eru:
A) Svart, fínt gjóskulag sem liggur í miðju mannvistarlagi prufuholu 1 (lag nr.
11) . Giska ég á að lagið sé Heklulag frá 1766.
B) Svart lag efst í óhreyfðum jarðveginum undir mannvistarlaginu í prufuholu
2, kálgarðinum. Þetta er Kötlulag frá árinu 1721. Þar undir má m.a. sjá Land-
námslagið (Vatnaöldulag) frá 871-72 og H1 (Heklulag), lagið frá 1104 eða 1158.
Þessi lög hafa enga þýðingu fyrir Gamla-Sel.
C) Nokkur gjóskulög við og undir mannvistarlaginu í prufuholu 3 (lög nr. 10 -
12) . Þar á meðal ætti lagið frá 1721 að vera.
Af þessum lögum er mikilvægast það sem talið er hafa fallið árið 1721.