Goðasteinn - 01.09.2004, Síða 101
Goðasteinn 2004
10. Umræða og niðurstaða
Að Gamla-Seli hefur búskapur hafist einhverntíma rétt eftir 1721 og staðið
fram til ársins 1895. Arið 1703, þegar Jarðabók Arna Magnússonar og Páls
Vídalíns var skráð, var býlið vafalaust annars staðar og kallaðist þá Sel. Getum er
að því leitt að staðsetning forvera Gamla-Sels hafi verið undir Skarðsfjallinu þar
sem heitir Selgil sem þá hefur fengið nafn sitt af selinu. Trúlega hefur búsetan þar
lagst af vegna vatnságangs eins og frarn kemur hjá þeim Arna og Páli hér að
framan. Má ganga út frá því sem vísu að upphaflega hafi býlið verið sel frá
Skarði, en orðið að hjáleigu einhverntíma síðar og það hafi verið fyrir 1700.
Við Gamla-Sel má finna u.þ.b. 150 ára búsetusögu. Eftir að býlið var flutt að
Þjórsá, skipti það hugsanlega um nafn og kallaðist Skarðssel eftir það. Við gamla
staðinn hélt sagan áfram á sinn sérkennilega hátt, en hana má lesa í jarðvegs-
sniðum sem sýna endalausan flutning á vikri/sandi um svæðið. Þess á milli hafa
komið rólegri tímar þar sem gróður hefur náð sér á strik um stundarsakir. Þessa
u.þ.b. 100 ára umhleypingasömu sögu má lesa í rúmlega 1 m þykkum jarðveg-
inum sem lagst hefur ofan á mannvistarlögin að Gamla Seli (sjá mynd 19).
Geta má sér þess til að kálgarðurinn, þar sem prufuhola 2 var grafin, hafi verið
fyrir framan (sunnan) bæinn eins og tftt var um kálgarða og traðirnar hafi verið
þar nærri, sennilega á milli kálgarðs og bæjar. Við traðirnar hefur hugsanlega
verið aðhald fyrir hesta en slíkt er vel þekkt víða annarsstaðar. Að húsabaki gat
verið gata sem lá að útihúsum, heystæði og/eða í átt að Hagavaði í Þjórsá. Hvern-
ig grunnlausn bæjarins var nákvæmlega verður ekki sagt út frá þeim gögnum sem
nú liggja fyrir, en kannski var hún svipuð og hún varð á nýja staðnum þar sem
rústir Skarðssels eru nú afar greinilegar og vel haldnar við bakka Þjórsjár.
Vænta má þess að miklar og lítt spilltar mannvistarleifar séu við Gamla-Sel á
ca. eins metra dýpi á háhólnum, en grynnra niður á þær í jaðri hans.
1 mannvistarlögum kálgarðsins má greina tvö tímaskeið, fyrir og eftir komu
steinkola. Steinkol komu ásamt þar til gerðuin eldavélum upp úr 1870 (Hörður
Agústsson 1998:133) og því hlýtur bóndinn á Gamla-Seli að hafa fengið sér
eldavél einhverntíma áður en hann flutti býlið um set. Gler hefur bóndinn einnig
haft í gluggum sínum.
Garðrækt er bundin við fáa staði á Islandi um miðja 18. öldina. Hana er að
finna við bústaði embættismanna, kaupmanna og við prestsetur (Ingólfur Guðna-
son 1998:156). Síðan hlýtur hún að hafa dreifst víðar og sinám saman orðið al-
geng hjá háum sem lágum. Hvenær nákvæmlega er ekki gott að segja, enda getur
það hafa verið misjafnt eftir landshlutum. Giska má á að kálgarðurinn á Gamla-
Seli hafi komið einhverntíma sköinmu eftir 1810, en þá er sögu ábúðar skv. þykkt
mannvistarlagsins í prufuholu 2 skipt í tvennt og gengið út frá því að myndun
-99-