Goðasteinn - 01.09.2004, Page 112
Goðasteinn 2004
hlið heimamanna. Servíettuhringirnir voru hrein listaverk, eftirlíking af græn-
lenskum þjóðbúningum karla og kvenna, gerðir úr smáperlum og til þess ætlast að
hver hefði sinn hring með sem minjagrip heim. Ég var svo heppinn að borðdama
mín sem var Agnethe Nielsen, móðursystir Bodil og fyrrverandi borgarstjóri og
þingmaður, gaf mér sinn hring þannig að ég á parið. Veislan fór hið besta fram.
M.a kom þar söngflokkur og söng grænlenska söngva, ræður voru fluttar ýmist á
grænlensku, dönsku eða íslensku og þýddar jafnharðan fyrir okkur Islendingana.
Þau fáu þakkarorð sem ég sagði þarna voru fyrst þýdd á grænlensku og síðan á
dönsku af Jónasi yngri Helgasyni sem er jafnvígur á öll málin eftir sumardvalir á
Hellu hjá afa og ömmu í nokkur sumur. A eftir var svo dansað og um miðnóttina
skotið upp flugeldum við mikinn fögnuð innfæddra og upp úr því fór að styttast í
veislunni.
I nágrenni Narssaq eru þó nokkuð víða minjar um búsetu norrænna manna í
bænum og nágrenni hans. Einnig er þar flugminjasafn og safn um sögu inúíta o.fl.
Þá eru þar stórmarkaðir, ásamt sérverslunum, t.d. með skinnavöru og handunna
listmuni. Oneitanlega varð mér til þess hugsað hvað óskapleg breyting hefur orðið
á lífi þessa fátæka veiðimannasamfélags sem á örfáum áratugum hefur verið
smalað saman í blokkir. I stað þess að veiða í matinn og fylgja eftir veiðinni er
þeim hrúgað saman, allt í nafni hagræðingar og til að kaupa innflutt fæði í stór-
mörkuðum frá Danmörku. Það fólk sem ég sá af inúítum var hlýlegt og bar með
sér góðan þokka. Þarna er einnig töluvert af fólki sem er af blönduðum uppruna.
Han-y sem áður var getið býður upp á útsýnisferðir á hraðbát sínum, tveggja til
þriggja tíma siglingu, og fórum við þrír úr okkar hópi í þessa ferð og að auki var
ung og myndarleg færeysk kona til að prýða hópinn en hún er skrifstofustjóri
Lögþingsins í Færeyjum. Sigling á þessum hraðbátum er stórkostlegt ævintýri.
Bátarnir sigla á 25 til 35 km hraða, þeir lyftast upp úr sjónum að framan, þannig
að maður fær allt að því flugtilfinningu. Við fórum að skriðjöklinum þar sem
hann fellur í sjóinn í stórum stykkjum. Undan jöklinum koma stuttar en mjög
straumharðar jökulsár. Sigling innan um borgarísjakana, stóra og smáa, fjölbreytta
að lit og lögun, er ógleymanleg. í ferðinni sáum við grænlenska haförninn og
hreiður hans. Sigurður sá fleiri en eina tófu og heyrði gagg í mörgum.
Við höfðum viðkomu á nesi þar sem hægt var að ganga alveg að skriðjöklinum
þar sem hann er að hörfa í hlýnandi veðurfari. Alveg er það merkilegt að sjá
hvernig fræin ná að spíra og festa rætur hvar sem nokkur misfella er á jökul-
sorfnum granítklöppunum. A öðrum stað býður Harry í land til að fá sér hressingu
á nesi sem býr yfir mikilli sögu. Þar eru minjar norænna manna úr fornöld. Þar
eru einnig minjar um búsetu fjárbónda frá síðustu öld, og síðast en ekki síst er þar
grafreitur inúíta, en greftrunarsiðir þeimi voru einfaldir, - líkin voru lögð á ein-
hvern stað þar sem gott var að komast að frá sjó og raðað steinum yfir og utan um
-110-