Goðasteinn - 01.09.2004, Page 130

Goðasteinn - 01.09.2004, Page 130
Goðasteinn 2004 voru þeir einnig dregnir af 2-3 hestum. Til flutninga innan sveitar voru notaðir hestvagnar sem var mikil framför frá reiðingunum sem voru einu flutningatækin um aldamótin]900. Mig minnir að fyrstu hestvagnarnir hafi komið í Austur- Landeyjar 1904-5. Árið 1943 held ég að kennt hafi verið á tveimur stöðum, á Krossi þar sem var sérstök skólastofa í þinghúsinu með borðum og áföstum bekkjum og svartri töflu á vegg, og í Álftarhól var kennt í 5-6 ár í litlu herbergi, sem var 2,38x2,38 m, eða 5,66 fermetrar, það er að segja minna heldur en flest barnaherbergi eru í dag í eldri húsum, sem þykja þó lítil. Þarna voru að sjálfsögðu engin hjálpartæki, enda ekki pláss. Bara borð og bekkir. Upphitunin í stofunni var dálítið sérstök. Það var ofn sem þeir bræður Engilbert og Björgvin Olafssynir í Álftarhól höfðu smíðað með því að leiða reykinn frá eldavélinni sem var hinum megin við vegginn í röri gegnum stofuna. Kennari og skólastjóri var Elimar Tómasson, ættaður úr Mýrdalnum. Hann var faðir hennar Gerðar sem bjó í Hólmum, listagóður kennari sem kenndi 15 ár í Austur-Landeyjum. Hann kenndi allar greinar, var listaskrifari og skrifaði for- skriftina sjálfur með þeim árangri að mikill fjöldi af nemendum hans hafði óvenju fallega rithönd, þó að sjálfsögðu væru á því undantekningar sem ég er góður full- trúi fyrir. Það var venja að seinnipart vetrar þegar börnin voru orðin 9 ára fóru þau eina viku í skólann til að venjast við, en í skólanum voru allir samtímis í stofunni frá 9 til 14 ára. Allir fóru gangandi. Ég gekk t.d.upp að Álftarhól með Hólmfríði systur minni. Við gengum beint austur á horn þar sem vegurinn niður að Bakka kemur. Við fórum í beina sjónhendingu yfir mýrina því vegurinn var ekki kominn nærri alla leið. Síðan fórum við veginn upp á móts við bæinn og svo beint heim að Álftar- hól. Fátt man ég frá þessari fyrstu skólaviku, nema það að ég fór einn daginn fram í eldhús til Sigurbjargar húsfreyju, langömmu þeirra systkina í Álftarhól, Gularási og Lágafelli, og bað um að gefa mér að drekka, bjóst við vatni, en hún fékk mér fullan bolla af rjómablandi og gott klapp á kollinn. Enn finn ég hlýjuna sem fylgdi þessu klappi. Þetta vor fór ég í vorpróf að Krossi. Þar mættu allir nemendur í sameiginlegt próf. Þangað fór ég ríðandi. Eins og ég minntist á fyrr var vegurinn sem við þekkjum í dag ekki kominn nema á blaði, heldur lá leiðin fyrst í norður frá bænum eftir rimateygingum í norðvestur, upp fyrir Vatnshólsfjárhús sem voru um það bil 5-600 m beint í norður frá Ljótarstaðaveginum. Þaðan lá leiðin vestur fyrir Borgarhól, sem eru háu hólarnir í norðaustur frá Kúfhól, síðan í suðvestur skammt fyrir vestan Kúfhólsbæ eftir rimateygingum og upphlöðnum vegaspottum -128-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.