Goðasteinn - 01.09.2004, Side 142

Goðasteinn - 01.09.2004, Side 142
Goðasteinn 2004 leggja af stað komu til okkar tveir skipverjar af togaranum Snorra goða, sem við þekktum vel, og vildu umfram allt vera með, og var það þegar ákveðið. Var nú keyrt upp að Arbæ. Þar keyptum við kaffi og eitthvert meðlæti. Aðrar góðgerðir lögðum við á borð með okkur sjálfir, en létum þó sem minnst á þeim bera. Eftir nokkra viðdvöl þar lögðum við af stað í bæinn og var nú ákveðið að fara á kaffihús. En þar sem ekki var um neitt úrval að ræða í þá daga varð fyrir valinu velþekktur staður meðal sjómanna, og vissum við af reynslu að hvergi var meiri alúð eða betra kaffibrauð í té látið en þar. Þessi ágæti staður var uppi í Traðarkots- sundi og hét Aldan, en gekk ævinlega í daglegu tali undir gælunafninu Skinna- staðir. Ekki vissi ég af hverja sú nafngift var dregin. Þó hafði ég látið mér detta í hug, þar sem bæði húsráðendur og griðkonur staðarins virtust öll hafa náð rúm- lega lögaldri, og var ekki laust við að nokkuð vottaði fyrir holdrýrnun bæði í andliti og útlimum. Annars virtust magi, lendar og mjaðmir vera á þroskastigi. En þrátt fyrir þessar hugleiðingar var brauðmatur og atlot eins og best verður á kosið, og sýndi bæði langa og ágæta þjálfun í starfi bæði til munns og handa. Líklega höfum við eitthvað fundið á okkur, því fljótlega lentum við í orðakasti við mann þarna inni. Hann vildi umfram allt slást við okkur, en við létum lítið yfir áhuga okkar og kunnáttu á því sviði, enda mæltust húsráðendur til að ekki yrði stofnað til innanhúss átaka þar, og varð ekki úr því. Við félagar óskuðum fyrir- tækinu og hinu ágæta starfsliði þess allrar guðs blessunar, og fórum um borð í Egil. Þannig stóð á sjávarföllum, að það mun hafa verið stórstraumsfjara, og því hátt af bryggjunni niður á skipið. Þó var landgangur af bryggjunni út á brúarvæng skipsins, en hann virtist mjög af sér genginn og fornfálegur, og tilheyrði sennilega þeirri fortíð, sem þá var. Þó voru á honum eins konar okar eða uppistöður og strengt tóg á milli þeirra, og átti það að vera lil öryggis fyrir þá, sem um hann fóru. En á einu millibilinu vantaði tógið, og var þar opið skarð og varð því að gæta varúðar, einkum ef óstyrkur eða höfuðþyngsli þjáðu umfarendur. En þannig var nú komið ástandi eins af félögum okkar, að hann var alls ekki lengur fær um að halda beinni stefnu, og ballansinn mjög óstöðugur. Ef til vill hefur hann ekki búist við svona lélegu viðhaldi á svona mjóum vegi eins og þessi var, enda ævinlega haldið sig meira á breiða veginum og talið minni líkur til, að hann dytti út af honum þó hann hallaðist eitthvað. En sem sagt - hann datt út um skarðið á landganginum, og hefði getað fengið mjög slæma byltu, því allhátt var niður á dekk skipsins. En það vildi félaga okkar til happs eða jafnvel til lífs, að vaktmaðurinn sem gætti skipsins um nætur var þarna á gangi, og lenti hann beint ofan á höfuðið á honum. Vaktmaðurinn var fremur lítill maður og ekki þrekmaður, enda hneig hann allur saman þegar hann fékk manninn yfir sig, sem bæði var stór og þungur. -140-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.