Goðasteinn - 01.09.2004, Page 142
Goðasteinn 2004
leggja af stað komu til okkar tveir skipverjar af togaranum Snorra goða, sem við
þekktum vel, og vildu umfram allt vera með, og var það þegar ákveðið. Var nú
keyrt upp að Arbæ. Þar keyptum við kaffi og eitthvert meðlæti. Aðrar góðgerðir
lögðum við á borð með okkur sjálfir, en létum þó sem minnst á þeim bera.
Eftir nokkra viðdvöl þar lögðum við af stað í bæinn og var nú ákveðið að fara
á kaffihús. En þar sem ekki var um neitt úrval að ræða í þá daga varð fyrir valinu
velþekktur staður meðal sjómanna, og vissum við af reynslu að hvergi var meiri
alúð eða betra kaffibrauð í té látið en þar. Þessi ágæti staður var uppi í Traðarkots-
sundi og hét Aldan, en gekk ævinlega í daglegu tali undir gælunafninu Skinna-
staðir. Ekki vissi ég af hverja sú nafngift var dregin. Þó hafði ég látið mér detta í
hug, þar sem bæði húsráðendur og griðkonur staðarins virtust öll hafa náð rúm-
lega lögaldri, og var ekki laust við að nokkuð vottaði fyrir holdrýrnun bæði í
andliti og útlimum. Annars virtust magi, lendar og mjaðmir vera á þroskastigi. En
þrátt fyrir þessar hugleiðingar var brauðmatur og atlot eins og best verður á kosið,
og sýndi bæði langa og ágæta þjálfun í starfi bæði til munns og handa.
Líklega höfum við eitthvað fundið á okkur, því fljótlega lentum við í orðakasti
við mann þarna inni. Hann vildi umfram allt slást við okkur, en við létum lítið yfir
áhuga okkar og kunnáttu á því sviði, enda mæltust húsráðendur til að ekki yrði
stofnað til innanhúss átaka þar, og varð ekki úr því. Við félagar óskuðum fyrir-
tækinu og hinu ágæta starfsliði þess allrar guðs blessunar, og fórum um borð í
Egil.
Þannig stóð á sjávarföllum, að það mun hafa verið stórstraumsfjara, og því hátt
af bryggjunni niður á skipið. Þó var landgangur af bryggjunni út á brúarvæng
skipsins, en hann virtist mjög af sér genginn og fornfálegur, og tilheyrði sennilega
þeirri fortíð, sem þá var. Þó voru á honum eins konar okar eða uppistöður og
strengt tóg á milli þeirra, og átti það að vera lil öryggis fyrir þá, sem um hann
fóru. En á einu millibilinu vantaði tógið, og var þar opið skarð og varð því að
gæta varúðar, einkum ef óstyrkur eða höfuðþyngsli þjáðu umfarendur.
En þannig var nú komið ástandi eins af félögum okkar, að hann var alls ekki
lengur fær um að halda beinni stefnu, og ballansinn mjög óstöðugur. Ef til vill
hefur hann ekki búist við svona lélegu viðhaldi á svona mjóum vegi eins og þessi
var, enda ævinlega haldið sig meira á breiða veginum og talið minni líkur til, að
hann dytti út af honum þó hann hallaðist eitthvað. En sem sagt - hann datt út um
skarðið á landganginum, og hefði getað fengið mjög slæma byltu, því allhátt var
niður á dekk skipsins.
En það vildi félaga okkar til happs eða jafnvel til lífs, að vaktmaðurinn sem
gætti skipsins um nætur var þarna á gangi, og lenti hann beint ofan á höfuðið á
honum. Vaktmaðurinn var fremur lítill maður og ekki þrekmaður, enda hneig
hann allur saman þegar hann fékk manninn yfir sig, sem bæði var stór og þungur.
-140-