Goðasteinn - 01.09.2004, Side 165

Goðasteinn - 01.09.2004, Side 165
Goðasteinn 2004 Látnir 2003 Bóel giftist granna sínum og æskuást, Ólafi syni Guðjóns í Miðhjáleigu og konu hans, Þórunnar Guðleifsdóttur, daginn fyrir gamlársdag 1939. Ari fyrr höfðu þau hafið búskap í Voðmúlastaðamiðhjáleigu, sem stóð fast að fjórum áratugum, og hjúskapur þeirra við mikla farsæld tveimur áratugum lengur. Börn þeirra, 8 að tölu, eru öll fjölskyldufólk og eiga afkomendur. Elstur er Guðjón Erlingur, búsett- ur í Kópavogi, kvæntur Helgu ísleifsdóttur. Þá Kristján Steinar, sem einnig býr í Kópavogi, kvæntur Marfu Henley, en átti áður Eygerði Ingimundardóttur. Sigmar Reynir er kvæntur Guðlaugu Valdemarsdóttur. Þau eiga heima í Reykjavík. Þórir býr í Miðkoti í Vestur-Landeyjum ásaint konu sinni, Asdísi Kristinsdóttur. Svavar á Bólstað í Austur-Landeyjum, kvæntur Halldóru Ólafsdóttur. Jóna Sigríður sem lést fyrir 7 árum bjó á Þúfu í Vestur-Landeyjum. Eftirlifandi eiginmaður hennar er Indriði Theódór Ólafsson. Trausti býr í Reykjavík. Sambýliskona hans er Kristín Lfnnsteinsdóttir, en áður var hann kvæntur Sigríði H. Sveinsdóttur. Yngst er Asdís. Sambýlismaður hennar er Jónas Traustason, og eiga þau heima í Reykja- vík. Niðjar Bóelar sem ná í fjórða lið frá henni eru við lát hennar alls 57 að tölu. Bóel og Ólafi búnaðist með ágætum í Miðhjáleigu, og lifðu stórbrotið fram- faraskeið í tæknivæðingu þúsund ára gamalla bændahátta. Víst hefði Bóel getað hugsað sér annað hlutskipti en bóndakonunnar, en fjölhæfni hennar gerði henni kleift að sinna skyldustörfum á annasömu búi og gestkvæmu heimili af sama myndarbrag og hverju því verki öðru sem hún kom að um sína daga, og gaf aldrei eftir í kröfum til sjálfrar sín, reis fyrst allra úr rekkju og gekk síðust til náða hvern dag. Hún var hannyrðakona af Guðs náð, og vann heimili sínu allt sem til þurfti í þeim efnum. Hún hjúkraði þremur nákomnum vandamönnum sínum í banalegu þeirra heima í Miðhjáleigu, þeim Þórunni og Guðjóni, tengdaforeldrum sínum, og einnig Ólöfu systur Guðjóns. Hún var félagslynd og mannblendin, og lagði sig eftir því sem henni þótti efla menningu og manndóm, og hélt því að börnum sínum. Hún var stofnfélagi Kvenfélagsins Freyju 1934 og gegndi þar síðar for- mennsku. Það hlutverk leit hún á sem mikilvægt tækifæri til að efla í senn eigin þroska og láta gott af sér leiða í þágu samfélagsins, og lagði mikla rækt við hvort tveggja. Á hálfrar aldar afmæli félagsins 1984 var Bóel kjörin heiðursfélagi þess. Bóel fylgdist alla ævi vel með málefnum líðandi stundar. Hún hafði til að bera sterka réttlætiskennd, og tók einlægt málstað þess sem henni þótti hallað á. Hún var trúhneigð kona, sem sá þó víðar og hærra klafabundnum mannasetningum, og mat meira boðskap umburðarlyndis og kærleika, samviskusemi og heiðarleika, sem hún enda innrætti börnunum og hafði fyrir þeim með lífi sínu og trú. Bóel og Ólafur brugðu búi vorið 1976 og fluttust síðla sama árs að Hvolsvelli, í húsið númer 17 við Norðurgarð. Hún kunni þeim vistaskiptum vel, féll prýðilega að samfélaginu í þorpinu, og stundaði vinnu utan heimilis í saumastofunni Sunnu í nokkur ár, þar sem reynsla hennar og verkkunnátta í saumaskap kom að góðum notum. Þau hjónin eignuðust góða granna og vini á Hvolsvelli, ekki síst meðal yngstu kynslóðarinnar sem þótti ekki ónýtt að koma við í Norðurgarði 17 þegar -163-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.