Goðasteinn - 01.09.2004, Blaðsíða 174

Goðasteinn - 01.09.2004, Blaðsíða 174
Látnir 2003 Goðasteinn 2004 Uppeldismál voru Guðrúnu ævinlega hugleikin, og eins var henni í mun að fylgjast með framförum á því sviði og fór m.a í tvígang í námsferðir erlendis, til að endurmenntast og tileinka sér nýjar aðferðir í þeim efnum. Og kannski var það ekki síst þráin til að hlúa að börnum og veita þeim þessa kærleiksríku uppörvun í menntun sem skilur að góðan kennara frá kennara sem bjó innra með henni og hvatti hana áfram. Og Guðrún var kennari af guðs náð. I brjósti hennar var löng- unin til að fræða og miðla ungum æskulýð og láta gott af sér leiða, - sem hún og gerði fortakslaust. Hún tók ástfóstri við starfið sem og börnin sem hún kenndi og sá um á heimilunum sem hún veitti forstöðu. Þau störf áttu einkar vel við hana, enda hjálpfýsi og umönnun við þá sem á hallaði henni í blóð borin. Lífsförunaut sinn og eiginmann Alfreð Theodór Christensen hitti Guðrún árið 1956 og felldu þau hugi saman, hann var danskur að ætt og uppruna, fæddur í Skjern á Jótlandi þann 27. nóvember 1930, og hafði flutt til íslands ári fyrr. Þau gengu í hjónaband 29. júní 1958, og fæddust þeim börnin tvö, þau Hermann f. 1959 og býr í Reykjavík og Kristín Ragnheiður f. 1960, bóndi í Austvaðsholti. Arin sem í hönd fóru voru ár barnauppeldis og fjölskyldulífs, húsnæðiskaupa í Hátúninu þar sem þau bjuggu lengst af og lífsstarfs. Guðrún var hlý og nærgætin móðir, umhyggjusöm og lét sér annt um börnin sín sem nutu móðurkærleika hennar í ríkum mæli. Samskiptin við afkomendurna og ástvini, gæfa þeirra og gleði, var helsta yndi hennar og áhugamál, og fyrir þau öll var gott að eiga hana að, því hún var einstaklega ættrækin og trygglynd manneskja. Þær mæðgur, hún og móðir hennar, voru sérlega nánar og samrýndar og milli þeirra ósvikinn kær- leikur, og aldrei leið sá dagur meðan móðir hennar var á lífi, að þær hefðu ekki samband sín á milli, - ef þær hittust ekki, þá hringdust þær á. Hún var mikil hagleikskona og allt lék í höndum hennar hvort sem um var að ræða saumaskap eða handavinnu. A þeim tímum sem hún hafði börn í bæ, voru fötin saumuð heima og þar brást Guðrúnu ekki bogalistin, enda starfaði hún mörg sumur í fríum sínum á saumastofu. Seinni árin þegar börnin voru flogin úr hreiðri og heimilisstörfin orðin léttari og umfangsminni, naut hún þess að fást við hann- yrðir og útsaum ýmiskonar. Þau hjónin ferðuðust rnikið hér innanlands ásamt börnunum og nutu þess bæði vel, enda rætur Guðrúnar utan af landi og ekki síst voru bernskustöðvarnar henni kærar og allar minningarnar þeim tengdar. Alúð, góðmennska og hlýleiki voru helstu einkenni hennar, því Guðrún var góð kona, ljúf, æðrulaus og sönn og bjó yfir miklu jafnaðargeði. Hún var næm á mannlegar tilfinningar og börn hændust að henni. Samskiptin við þessa hjarta- hlýju konu hafa verið dýrmæt reynsla fyrir allan þann stóra barnahóp sem í gegn- um tíðina var undir hennar verndarvæng. Hún var hin hlýja fóstra og fræðari sem ávallt var hægt að reiða sig á. Þau hjón bjuggu í Reykjavík allt til ársins 1979 að þau fluttu á Hvolsvöll, fyrst að Norðurgarði 9 en síðan á Kirkjuhvol þar sem þau hugðust eyða ævikvöldinu, því aldurinn færðist yfir. Þar andaðist Alfreð á gamlársdag árið 2000. -172-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.