Goðasteinn - 01.09.2004, Page 183

Goðasteinn - 01.09.2004, Page 183
Goðasteinn 2004 Látnir 2003 fremstur í flokki. Hann var verkmaður og verkhagur, fylginn sér en þó góðlyndur og laðaði fram framkvæmdaáhugann í öllum þeim er að búskapnum komu. Jón steig gæfuspor þegar leiðir hans og Þóru Bernódusdóttur lágu saman og þau gerðust lífsförunautar. Þau áttu og eiga barnaláni að fagna og var mikil gleði tengd börnunum sem fæddust og uxu upp á heimilinu mannmarga og gestrisna í Bakkakoti. Synir eru þrír: Elstur er Arsæll fæddur 1963. Býr með Önnu Fíu Finnsdóttur og eiga þau börnin Ragnheiði Hrund og Jón Finn. Næstur er Þorvald- ur, fæddur 1965, sambýliskona er Bára Rúnarsdóttir. Þau eiga börnin Maríu Arsól og Jón Pétur. Þá er næstur Þórður, fæddur 1966, giftur Jónínu Hildigunni Ólafs- dóttur. Þeirra börn eru Þóra Kristín, Jón, Emil og Dagur. Dætur eru einnig þrjár: Elst er Ragnheiður fædd 1970, hennar lífsförunautur er Ágúst Rúnarsson. Börn þeirra eru Hildur, Elísabet Rún og Kolbrá Lóa. Næst er Elísabet María, fædd 1975. Sambýlismaður er Lúðvík Bergmann. Þeirra börn eru Róbert og Saga Tíbrá. Yngst er svo Sigríður Vaka fædd 1977, í sambúð með Guðmundi Baldvinssyni. Skemmst er frá að segja að afkomendur allir hafa borið gæfu til að setjast að nálægt heimaslóðum hér í Rangárþingi og bendir það til þess að römm sé sú taug sem rekka dregur föðurtúna til, eins og segir í fornum fræðum. Ætla má að Jón Ársælsson hafi þar lagt að góðum orðum, sannkallaður og góður fulltrúi lands- byggðarinnar, hann sá þá kosti sem felst í að alast upp við landsins kosti og kynj- ar. Hann bjó börnum sínum og barnabörnum kringumstæður sem allir hafa gleði af. Virðing fyrir landi og búfé, markviss vinna fyrir og við hið daglega brauð og gleðin yfír að vera hluti af heilladrjúgu sköpunarverki almættisins. Að öðrum ólöstuðum má segja að Jón hafi verið eins og klettur í ólguróti skift- andi vinda og veðra. Framfarasinnaður og jákvæður en þó fastheldinn á gamlar venjur og hugsanir. Örlátur og víðsýnn en þó sparneytinn varðandi eigin þarfir. Ávaxtaði pundið sitt með natni og góðvild og lét aldrei bugast af mótlæti eða vandræðum. Fann lausnir á flestum málum, einn af stólpunum í sinni grein. Farsæll maður og vinsæll. Sem bóndi var Jón alhliða, hvort sem um var að ræða kúa-, kinda eða hesta- búskap, alls staðar var hann vel á vegi staddur. Nefna ber sérstaklega hesta sem landsfrægir urðu og sem báru nafn Bakkakots langt út fyrir umdæmi Rangár- héraðsins. I viðbót við bústörf og ræktunar-framkvæmdir vann Jón oft utan heim- ilisins, sérstaklega við vörubílaakstur. Hann vann með bíl við virkjunarfram- kvæmdir, við sláturfjárflutninga og ýmis önnur störf tengd framkvæmdum í héraðinu. Við fjárskiptin fyrir um 50 árum síðan sótti hann lífgimbrar í fjarlæg héruð og hjálpaði til við að koma upp nýjum fjárstofni. Hann var snemma á fótum að öllu jöfnu og má segja að drjúgmargir og langir yrðu hans vinnudagar gegnum árin. Sinn skerf til félags- og framfaramála lagði Jón einnig í félagi vörubílstjóra, þar sinnti hann einnig formannsstörfum um árabil. Hann var farsæll bflstjóri og -181-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.