Goðasteinn - 01.09.2004, Side 185
Goðasteinn 2004
Látnir 2003
stöðum í Ásahreppi fædd 11. október 1922. Þau gengu í hjónaband 14. janúar
1978.
Utför Jóns fór fram frá Garðakirkju á Álftanesi 1. ágúst 2003, séra Pálmi
Matthfasson jarðsöng.
Fyrir hönd aðstandenda, Trausti Runólfsson
Kristín Hermundsdóttir frá Strönd
í Vestur-Landeyjum
Kristín Hermundsdóttir fæddist á Strönd í Vestur-
Landeyjum hinn 17. september 1923. Foreldrar
hennar voru hjónin Hermundur Einarsson frá
Skeggjastöðuin í Vestur-Landeyjum og Guðrún
Jónsdóttir frá Strönd. Kristín átti sammæðra hálf-
bróður, Halldór Elíasson, sem bjó á Strönd. Hann lést
1996. Alsystkini hennar eru Eiður, búsettur í
Hveragerði, Anna Ingigerður, húsfreyja á Strönd,
sein lést 1989, og Jón, tvíburabróðir Kristínar, sem býr í Kópavogi.
Kristín ólst upp heima á Strönd við hefðbundin bústörf og barnafræðslu þess
tíma. Hún átti góðar minningar um æskuár sín í Landeyjunum, og til inarks um
breyttar aðstæður unglinga þá og nú, má geta þess, að Kristín minntist þess að
hafa farið á skautum heiman frá Strönd alla leið út í Þykkvabæ á skemmtun sem
þar var haldin. Hún hleypti heimdraganum þegar á unglingsárum er hún fór í vist
til Reykjavíkur á vetrum. Hún stundaði nám í Kvennaskólanum á Hverabökkum
veturinn 1942-1943. Hún flutti til Reykjavíkur upp úr 1950 og starfaði þar hjá
Sláturfélagi Suðurlands, Síld og Fiski, Sundhöll Reykjavíkur og Kjötbúðinni
Borg. Lengst af var hún búsett í Hjaltabakka 28.
Kristín eignaðist tvær dætur með Jóni Hirti Finnbjarnarsyni prentara frá
Isafirði, þær Margréti, sem búsett er á Strönd, og Nínu sem á heima í Reykjavík.
Hún giftist árið 1959 Sigurði Rósinkrans Björnssyni málarameistara, en hann lést
1965. Synir þeirra eru Hermundur Rósinkrans og Björn. Þeir bræður búa báðir í
Reykjavík, Hermundur er kvæntur Pálínu R. Theodórsdóttur, og á tvær dætur,
Kristínu og Önnu Sigríði, úr fyrri sambúð sinni með Hallfríði Friðbjörnsdóttur, en
Björn hélt heimili með móður sinni meðan hún lifði.
Kristín var glaðsinna að eðlisfari, þróttmikil kona og dugleg, hlýleg í viðmóti
og hafði góða nærveru. Hún bjó sér og íjölskyldu sinni hlýlegt og vistlegt heimili,
þar sem smekkvísi hennar naut ekki síst í listmunum hennar sjálfrar, en Kristín
var mikil hannyrðakona. Fyrir heimilinu stóð hún af miklum myndarbrag undir
eins og hún vann baki brotnu fyrir fjölskyldunni. Hún var mikið náttúrubarn,
dýravinur og hafði sérstakt dálæti á hestum. Einu sinni á ævinni fór hún til út-
-183-