Goðasteinn - 01.09.2004, Síða 188

Goðasteinn - 01.09.2004, Síða 188
Látnir 2003 Goðasteinn 2004 að nokkru áður. Ragnar hins vegar ákvað að verða eftir hér fyrir austan og réði sig til starfa að Meiri-Tungu. A uppvaxtarárum Ragnars var það til siðs að ungir menn færu til sjós á vertíðum, og dreymdi hann um að komast á togara en slfk skipsrúm lágu ekki á lausu og fengu færri en vildu, ekki síst á kreppuárunum. En hvort það var fyrir tilstuðlan Guðjóns bróður hans sem þá var bátsmaður á togaranum Skúla fógeta frá Reykjavík, að þá varð Ragnari að ósk sinni og komst að sem háseti á vertíðar- byrjun árið 1933. Var hann einmitt um borð er Skúli fógeti strandaði við Grindavík og 13 skipsfélagar Rangnars fórust, en þeir bræður báðir björguðust sem og hinir Rangæingarnir sem á skipinu voru. Þá var Ragnar um tvítugt. Ein- hverjir hefðu látið sér slfka skelfingarreynslu nægja og horfið frá sjómennsku, en Ragnar var þá sem ævinlega kjarkmaður og hélt enn til sjós og var við það allt til ársins 1940 á hinum ýmsu skipum og togurum. Þá fór hann í land og var hann um skeið í byggingavinnu í Reykjavík en hugurinn var bundinn sveitinni og ungu konunni sem beið hans þar, og þangað lágu leiðir hans á ný. Það var Þórdís Þorsteinsdóttir í Meiri-Tungu sem fangað hafði hjarta hans, og gengu þau í hjónaband 3. maí 1941. Þar kom til liðs við hann mikil gæðakona, hófu þau búskap í Meiri-Tungu þar sem þau bjuggu allan sinn búskap og stýrði Þórdís heimili þeirra af hjartahlýju og gestrisni sem og einkenndi allt þeirra hjónaband. Þau eignuðust tvö börn, þau Guðmar f. 1941, starfsmann í Reykja- garði og skólabílstjóra og Þórunni f. 17. júlí 1945 sem starfar á skrifstofu Land- græðslunnar í Gunnarsholti. Ragnar naut farsældar á lífsbrautinni og lét sér annt um fjölskyldu sína, enda helguðu þau hjón bústörfunum og uppeldi barna sinna alla sína krafta af alúð. Heimili þeirra stóð öllum opið og allir nutu sömu gestrisninnar, og sá velvilji sem gestum var sýndur var dæmigerður fyrir alla framgöngu þeirra hjóna. Meiri- Tunga lá í alfaraleið og símstöð sveitarinnar var í umsjá Þórdísar um árabil og því oft gestkvæmt og annasamt í eldhúsi húsfreyjunnar. Ragnar undi á jörð sinni, sáttur við hlutskipti sitt, í nágrenni góðra og sam- heldinna granna í Meiri-Tungu og bæjunum í kring. A Meiri-Tungu- hlaðinu var ætíð margt um manninn og börnin mörg sem ólust upp á bæjunum þremur, og milli fjölskyldnanna skapaðist mikil samvinna og eindrægni og var sambúðin hnökralaus og undu allir sáttir við sitt. Ragnar var fyrst og fremst bóndi og búskapurinn var líf hans og starf, - bjó alla tíð góðu búi og var sérstaklega sýnt um skepnuhirðingu, einkum og sér í lagi sauðfé og var afburða fjárglöggur, og umhirðu og meðferð bústofnsins innti hann af höndum af þeirri nærfærni og umhyggju sem ber laun sín í innri gleði og ánægju bóndans yfir prúðri hjörð og sællegum gripum. Hann gekk til vinnu frá morgni til kvölds, sífellt að, og hagleikur og útsjónarsemi einkenndi öll hans verk, enda völundur í höndum við smíðar. Hann reisti sér ekki hurðarás um öxl í fjárútlátum, en hafði í heiðri hin gömlu gildi, sem mörgum reynist erfitt að til- -186-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.