Goðasteinn - 01.09.2004, Qupperneq 188
Látnir 2003
Goðasteinn 2004
að nokkru áður. Ragnar hins vegar ákvað að verða eftir hér fyrir austan og réði sig
til starfa að Meiri-Tungu.
A uppvaxtarárum Ragnars var það til siðs að ungir menn færu til sjós á
vertíðum, og dreymdi hann um að komast á togara en slfk skipsrúm lágu ekki á
lausu og fengu færri en vildu, ekki síst á kreppuárunum. En hvort það var fyrir
tilstuðlan Guðjóns bróður hans sem þá var bátsmaður á togaranum Skúla fógeta
frá Reykjavík, að þá varð Ragnari að ósk sinni og komst að sem háseti á vertíðar-
byrjun árið 1933. Var hann einmitt um borð er Skúli fógeti strandaði við
Grindavík og 13 skipsfélagar Rangnars fórust, en þeir bræður báðir björguðust
sem og hinir Rangæingarnir sem á skipinu voru. Þá var Ragnar um tvítugt. Ein-
hverjir hefðu látið sér slfka skelfingarreynslu nægja og horfið frá sjómennsku, en
Ragnar var þá sem ævinlega kjarkmaður og hélt enn til sjós og var við það allt til
ársins 1940 á hinum ýmsu skipum og togurum. Þá fór hann í land og var hann um
skeið í byggingavinnu í Reykjavík en hugurinn var bundinn sveitinni og ungu
konunni sem beið hans þar, og þangað lágu leiðir hans á ný.
Það var Þórdís Þorsteinsdóttir í Meiri-Tungu sem fangað hafði hjarta hans, og
gengu þau í hjónaband 3. maí 1941. Þar kom til liðs við hann mikil gæðakona,
hófu þau búskap í Meiri-Tungu þar sem þau bjuggu allan sinn búskap og stýrði
Þórdís heimili þeirra af hjartahlýju og gestrisni sem og einkenndi allt þeirra
hjónaband. Þau eignuðust tvö börn, þau Guðmar f. 1941, starfsmann í Reykja-
garði og skólabílstjóra og Þórunni f. 17. júlí 1945 sem starfar á skrifstofu Land-
græðslunnar í Gunnarsholti.
Ragnar naut farsældar á lífsbrautinni og lét sér annt um fjölskyldu sína, enda
helguðu þau hjón bústörfunum og uppeldi barna sinna alla sína krafta af alúð.
Heimili þeirra stóð öllum opið og allir nutu sömu gestrisninnar, og sá velvilji sem
gestum var sýndur var dæmigerður fyrir alla framgöngu þeirra hjóna. Meiri-
Tunga lá í alfaraleið og símstöð sveitarinnar var í umsjá Þórdísar um árabil og því
oft gestkvæmt og annasamt í eldhúsi húsfreyjunnar.
Ragnar undi á jörð sinni, sáttur við hlutskipti sitt, í nágrenni góðra og sam-
heldinna granna í Meiri-Tungu og bæjunum í kring. A Meiri-Tungu- hlaðinu var
ætíð margt um manninn og börnin mörg sem ólust upp á bæjunum þremur, og
milli fjölskyldnanna skapaðist mikil samvinna og eindrægni og var sambúðin
hnökralaus og undu allir sáttir við sitt.
Ragnar var fyrst og fremst bóndi og búskapurinn var líf hans og starf, - bjó
alla tíð góðu búi og var sérstaklega sýnt um skepnuhirðingu, einkum og sér í lagi
sauðfé og var afburða fjárglöggur, og umhirðu og meðferð bústofnsins innti hann
af höndum af þeirri nærfærni og umhyggju sem ber laun sín í innri gleði og
ánægju bóndans yfir prúðri hjörð og sællegum gripum. Hann gekk til vinnu frá
morgni til kvölds, sífellt að, og hagleikur og útsjónarsemi einkenndi öll hans verk,
enda völundur í höndum við smíðar. Hann reisti sér ekki hurðarás um öxl í
fjárútlátum, en hafði í heiðri hin gömlu gildi, sem mörgum reynist erfitt að til-
-186-