Goðasteinn - 01.09.2004, Page 191
Goðasteinn 2004
Látnir 2003
sex ára gamall en móðir hans brá búi er hann var á fermingaraldri. Þá fór Ingi í
vinnumennsku til sýslumannshjónanna að Efra-Hvoli og upp úr 1930 réðst hann
til vinnumennsku að Múlakoti til fósturforeldra Soffíu.
Soffía og Ingi gengu í hjónaband í Vestmannaeyjum 2. september 1939 og
bjuggu þar fyrstu hjúskaparár sín en voru þó á sumrin í Múlakoti og síðan á
Tumastöðum frá 1944 er Skógrækt ríkisins hóf þar starfsemi sína. Um vorið 1946
fluttu þau heimili sitt að Tumastöðum með börn sín ung, þau Þóri Þröst 6 ára og
Hrefnu á 1. ári. Mun það hafa verið eftirminnilegt ferðalag því farið var upp á
Landeyjarsand með börn og búslóð með sama hætti og Gísli faðir Soffíu hafði
gert áratugum áður.
Þórir Þröstur fæddist í Vestmannaeyjum 4. febrúar 1940, rafvélvirkjameistari á
Hellu. Kona hans er Ragnheiður Skúladóttir frá Hróarslæk. Börn þeirra eru Jón
Þór f. 1985 og Dögg f. 1987. Fyrir átti Ragnheiður tvær dætur sem eru: Inga
Kolbrún Ivársdóttir f. 1972, maki hennar er Páll Vignir Viðarsson og eiga þau tvo
syni; Drífa Nikulásdóttir f. 1974, maki Olafur Sigurgrímsson og eiga þau einn
son.
Hrefna fæddist 9. nóv. 1945 kennari í Reykjavík. Hún er gift Birni Stefánssyni
flugumsjónarmanni hjá Atlanta. Börn þeirra eru Berglind Soffía f. 1968 og á hún
tvo syni; Stefán Þór f. 1979, kona hans er Elfa Dögg Finnbogadóttir; Jón Ingi f.
1981. Fyrir átti Björn dótturina Ragnheiði Kristínu f. 1964, maki hennar er Elís
Kjartansson og eiga þau þrjú börn.
Soffía og Ingi voru á Tumastöðum til 1950 en fluttu þá að Fljótsdal og hófu
þar búskap. Fimm árum síðar höfðu þau síðan jarðaskipti við Hallgrím Pálsson
sem þá bjó í Deild. í Deild bjuggu þau Soffía og Ingi svo næstu 34 árin eða til
ársins 1989.
Ingi var búhöldur af Guðs náð, sama hvort í hlut áttu móar eða málleysingjar.
Soffía var mikil húsmóðir. Öll húsverk léku í höndum hennar, hannyrðir, ræktun,
uppeldi og umhyggja barnanna, bæði eigin og annarra þeirra barna sem hjá þeim
dvöldust í fleiri eða færri sumur en þar tengdust bönd tryggðar og vináttu sem
dýrmæt reyndust og varanleg. Hún réð yfir þeim eiginleika að láta börnunum
finnast þau vera einstök; hún hældi þeim á hvert reipi, leyfði þeim að glíma við
verkefni sem þau sóttust eftir og lét ógert að skammast. Hún bjó að þessum djúp-
stæða skilningi á sköpunarþörf barnsins og sinnti þeirri þörf barnanna eins og
henni var auðið, enda var sköpunarþörf hennar sjálfrar mikil og fékk hún fyrir
hana einkum útrás í blómarækt, sauma- og prjónaskap og málun af ýmsum toga.
Árið 1989 festu þau Soffía og Ingi kaup á húseigninni að Litlagerði 12 á
Hvolsvelli. Þar áttu þau nokkur góð ár og þangað sóttu yngri sem eldri gestir.
Til marks um áhuga og þörf Soffíu til ræktunar lagði hún ríka áherslu á að
garðhýsi yrði reist á lóðinni til blómaræktar áður en hugað yrði að byggingu bíl-
skúrs.
-189-