Goðasteinn - 01.09.2013, Blaðsíða 18
16
Goðasteinn 2013
tíma til að mála. En það hefur ekki
gerst enn þá, því HeklaÍsland vex hægt
en örugglega og mitt hlutverk stækkar
bara með því, sem er jú bara jákvætt.
Tengist það sem þú gerir mikið jól-
unum?
Einhvern vegin hefur það þróast
þannig að jólalínurnar hjá mér eru
alltaf að verða stærri og stærri, en við
erum samt með vörur sem ganga allt
árið. Ég er komin með yfir 300 gerðir
af kortum, sjötta jólalínan er að detta í
hús ásamt því, að ég er með fjölmargar
servíettu- og kertagerðir með íslensk-
um jurtum, kindum og fuglum sem
ganga allt árið um kring.
Það tekur alveg árið að þróa hverja gerð, vinna hana og koma henni á mark-
að. Í fyrstu voru þetta kort, síðan servíettur og kerti. Svo smám saman komu
eldspýtustokkar, löberar, pokar, pappír og súkkulaði. Og alltaf bætist eitthvað
nýtt við á hverju ári. Þannig að þetta hleður utan á sig, segir Hekla brosandi.
Er ekki erfitt að fá prentvinnuna nákvæmlega eins og hún á að vera?
Frummyndin er auðvitað alltaf það sem maður miðar við og hún útheimtir
mikla vinnu. En það næst nánast aldrei að koma henni fullkomlega til skila.
En maður reynir bara eins og mögulegt er, en ferlið er miklu lengra en margur
heldur. Ég er t.d. lengi að vinna með grafískum hönnuði, þegar ég er búin að
klára mitt. Og þá er ég kannski búin að mála fimm til sex hugmyndir að jóla-
línunni það árið, svo ég nefni dæmi.
Selurðu víða á landinu?
Já, ég er með útsölustaði um allt land, en einnig erlendis, okkur hefur verið
vel tekið á Norðurlöndunum, bæði í Noregi, danmörku og einnig Færeyjum.
Ég fæ oft fyrirspurnir frá fólki sem hefur verið á ferðalagi um Ísland, hvar hægt
sé að nálgast vörurnar erlendis. Það er skemmtilegt. Ég var til dæmis að senda
manni í Þýskalandi servíettur frá mér, sem eiga að fara í jólapakkann til móður
hans en hún hafði verið á ferðalagi um Ísland og keypt servíettupakka sem hún
LÓUsnagar/skúlptúr.