Goðasteinn - 01.09.2013, Blaðsíða 64
62
Goðasteinn 2013
um þetta sé ég það í svolítið öðru ljósi en fyrst á eftir það skeði. Mér fannst þá
að allir sem þarna voru hefðu átt að bregðast fljótt við. En það er enginn leikur
að hlaupa á móti því mikla afli sem úthafsaldann óbrotin á. Þetta fólk sem beið
þarna í sandinum þekkti svo vel hvað við var að fást. Og það var ekkert und-
arlegt þó hik yrði á að setja sig í hættu, heimilin máttu illa við að missa fyr-
irvinnuna. Aðdýpi var þarna og sogið þegar aldan fór út mikið, aðeins á fárra
færi að standast það. Bara að hlaupa út í sjóinn um hávetur í frosti og kulda
þurfti karlmennsku til. Við skreiddumst undan bátnum vitanlega í gegnblaut-
um fötum, en heilir og óskemmdir. Ekki mátti miklu muna með Árna, hann
lenti undir einhverju dóti svo hann var eins og vankaður og í staðinn fyrir að
bjarga sér upp í fjöruna fór hann niður að sjónum, það var ekki fyrr en maður
hljóp til hans og talaði við hann að hann áttaði sig. Sjólag hafði nú versnað og
árarnar flotið burtu, svo engin leið var að komast út að mótorbátnum. Það var
því ekki um annað að gera en snúa sér að öðru. Mennirnir sem í mótorbátnum
biðu fóru til Eyja með þá vitneskju í huga um afdrif okkar, að hafa horft á bát-
inn hvolfa í flæðarmálinu.
Í hálffrosnum fötum sem þó eins og límdust við okkur lögðum við af stað
frá sjó þetta kvöld. Ekki er hægt að segja að hópurinn væri glaðvær þegar við
vorum að reyna að átta okkur á þeirri miklu breytingu sem orðin var. Allar
áætlanir sem gerðar höfðu verið orðnar að engu, því að leiðin til Vestmanna-
eyja hafði lengst í að þurfa fyrst að fara til Reykjavíkur, og þar að ná vonandi
einhverju skipi til Eyja. Mikið á annan hátt hefðum við búið okkur til svoleiðis
ferðar en í þau föt sem við vorum hér staddir í, en ekki þýddi að fást um það.
Við máttum víst vel við una að vera allir heilir og uppistandandi miðað við
hvernig komið var litla stund. Með kvöldinu fór að kula meira og mótvindurinn
heim að Vesturholtum gerði okkur erfitt um gang. Ég man að á leiðinni ætlaði
ég að kasta af mér vatni, en allt var týnt, dofið og loppið, fingur og vatnsleið-
ari. Það var ekki fyrr en eftir langan tíma sem tókst að gegna þeim sjálfsögðu
þörfum. um nóttina gistum við tveir í Vesturholtum og tveir í lambhúshól.
daginn eftir var farið gegnum síma að athuga með skipaferðir frá Reykjavík
til Eyja, það var komið svo nærri jólum og ákveðið ætlað að komast þangað
fyrir þann tíma. Við vorum líka alveg auralausir, enginn reiknaði með þegar
farið var að heiman að þeirra þyrfti með. Eina ráðið var að fara á milli kunn-
ingja í sveitinni og fá nokkrar krónur til láns. Ég notaði mér að ég átti ófengið
fyrir kaupavinnu frá sumrinu áður hjá einum merktarbónda í sveitinni. Því bað
ég hann um fimmtíu krónur. Þó mér hafi þótt maðurinn harður og óvæginn, sá
hann aumur á mér í þetta sinn og ég fékk það sem ég bað um, sem hann seinna
ætlaði að ná af mér, en það er önnur saga sem ekki á að vera hér. Pabbi átti