Goðasteinn - 01.09.2013, Blaðsíða 169

Goðasteinn - 01.09.2013, Blaðsíða 169
167 Goðasteinn 2013 Elín Björk Haraldsdóttir Elín Björk Haraldsdóttir fæddist Næfurholti 8. júní 1929 þar sem hún var uppalin. Foreldrar hennar voru Haraldur Runólfsson fæddur 1902, dáinn 1990 og Guðrún laufey Ófeigsdóttir fædd 1911, dáin 2001. Hún var þriðja í hópi sjö syst- kina. Þau eru Ófeigur fæddur 1926 en lést á sama ári, Sverrir fæddur 1927, Klara Hallgerður fædd 1933, Sigríður Erla fædd 1934, Ester Helga fædd 1940, hún lést 2008 og Guðrún Auður fædd 1953. Í Næfurholti gat orðið mikið fjörið í stórum syst- kinahópi og strax gaf hún þeim eldri ekkert eftir, hvað leik og krafta varðaði, við að reka völur eða aðra leiki sem þau undu sér við. Allt frá því hún var krakki hafði hún yndi af dýrum og var hesta- mennskan henni í blóð borin. Hún hafði mikið lag á hrossum og gat náð í hvaða hest sem var, jafnvel þá ljónstyggustu. Árið 1943 fluttist hún með foreldrum sínum og systkinum að Hólum sem var nýbýli úr landi Næfurholts. Hún gekk í barnaskólann á Strönd, mánuð í senn og mánuð í fríi heima. Hún fór ung í vinnumennsku á Hróarslæk í kringum 1947. Á þeim tíma kynntist hún Gunnari Klemenzsyni sem síðar varð eiginmaður hennar og settust þau að í Svínhaga árið 1952. Þar bjó hún þar til hún fluttist að Hellu, fyrst á Hólavang síðar á Ártún. Þar bjó hún með Magnúsi Klemenzsyni. Börn hennar eru: Rúnar fædd- ur 1948, börn hans eru: Björk, Brynja, Gunnar, Grettir, Bára og Bjarki og auk þess á hann uppeldisbörnin Brynju dögg og Arnór Óla, barnabörn hans eru 17 og barnabarnabörn 2. Elvar fæddur 1958. Haraldur fæddur 1961 en hann lést þriggja mánaða. Haraldur fæddur 1963, sambýliskona hans er Bergþóra Björg Jósepsdóttir, börn þeirra eru Magnús Gabríel, Jósep Hallur og Hvönn, barnabörnin eru 2. Hæglæti og hógværð einkenndu Elínu Björk alla tíð en sömuleiðis vinnu- semi og elja. Það var ekki til í henni leti. Hún gat hlaupið hratt og mikið enda var hún einstaklega létt á sér og kom hún oft að miklu gagni við smalamennsku. Hún var einkar hreinleg og lagði hún mikla alúð og rækt við eldamennsku. Mikilvægast var þó að fólkið hennar, vinir og að aðrir tækju vel til matar síns m.a. af hennar ógleymanlegu flatkökum, kleinum og pönnukökum. Alltaf var eitthvað til hjá henni og góðgæti í boði. Frá því um 1974 var hún við vinnu á hálendinu í virkjunum m.a. í Eyvindaveri. Hún vann við þrif og eldamennsku, kunni vel við þessi störf og eignaðist á þessum tíma marga trygga og góða vini. Samkvæmt ósk Elínar var ekki ljósmynd í sálmaskrá við útför hennar, en þar sem hún var mikill unnandi birkis þykir við hæfi að birta hér mynd af einu slíku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.