Goðasteinn - 01.09.2013, Blaðsíða 175
173
Goðasteinn 2013
Hanna var vel lesin og fróð, hún sagði vel frá og sagði góðar sögur enda
talaði hún afskaplega fallegt mál sem gaman var að hlýða á og læra af. Sam-
viskusemi og dugnaður einkenndi hana alla tíð, hún var afar nákvæm í öllu sem
hún tók sér fyrir hendur. Krossgátur voru mikið áhugamál og leysti hún þær
af mikilli kunnáttu og snilld og hafði hún fallega rithönd sem hélst langt fram
eftir aldri.
Hanna var sjálfstæð og kraftmikil í öllu sem hún vann og gerði. Hún naut
virðingar og vináttu hvar sem hún kom, var dáð af mörgum enda auðvelt að
lynda við. Hógvær var hún og vildi láta alla aðra ganga fyrir áður en um hana
yrði hugsað. Gamansemin og húmorinn voru aldrei langt undan enda var hún
hnyttin og orðheppin. Hún var ekki síður glæsileg í útliti, alltaf vel til höfð og
snyrtileg.
Eftir að Hákon lést á landakoti 10. apríl 2003 fluttist hún á Hellu. Hún átti
farsæla og góða ævi, átti víða láni að fagna, naut virðingar og kærleika enda var
hún sjálf ekki spör á að miðla því sama. Hún var sjálf þakklát fyrir svo margt í
lífi sínu og fyrir fólkið sitt, sem henni þótti svo vænt um. Er heilsu hennar hrak-
aði fluttist hún á Hjúkrunarheimilið lund þar sem hún lést 4. nóvember 2012.
Útför frá Kapellunni á Lundi 13. nóvember 2011.
Sr. Guðbjörg Arnardóttir
Ingibjörg Þórunn Halldórsdóttir
ingibjörg fæddist í Reykjavík 26. janúar 1936.
Foreldrar hennar voru Halldór Jónsson bifreiðastjóri
frá Ey í Vestur-landeyjum og Guðríður Jónsdóttir frá
Eyrarbakka. ingibjörg var yngst fimm systkina, en
þau eru: Jón, Guðmundur, Þórunn og Elsa.
ingibjörg átti hamingjuríka bernsku, alin upp af
kærleiksríkum foreldrum og jafnframt átti hún sem
barn og unglingur yndislegar stundir með ættmennum
sínum á Eyrarbakka, Hvolsvelli og hjá ömmu sinni
og afa í Ey. ingibjörg gekk í Austurbæjarskólann í
Reykjavík og eftir gagnfræðaskóla hélt hún utan til
náms í húsmæðraskóla í Noregi. Að námi loknu starfaði hún síðan í nokkra
mánuði á Holmenkollen, skíðahóteli fyrir utan Osló. Að því loknu hélt hún til
danmerkur og var þar við vinnu og málanám.
ingibjörg giftist torfa Guðbjartssyni 8. desember 1956. Hann var fæddur á
Patreksfirði 17. september 1932 en lést árið 1977. Þau eignuðust fjóra syni;
Guðbjart ingva f. 1957, kona hans er Þórey Björg Gunnarsdóttir, og Ásbjörn