Goðasteinn - 01.09.2013, Blaðsíða 180
178
Goðasteinn 2013
Ásta lagði aldrei illt til nokkurs manns, hvorki í orði né verki, leitaði logandi
ljósi að því góða í fari sérhvers manns, sama hvað aðrir sögðu um viðkomandi.
Í hennar huga áttu allir menn sínar góðu hliðar og þær hliðar fékk Ásta ætíð að
sjá vegna ótrúlegra hæfileika sinna til að laða það góða fram hjá fólki.
Ásta var mikil húsmóðir, vandvirk, skipulögð og hreinleg. Hún gekk að öll-
um störfum sínum af ósérhlífni, skyldurækni og alúð meðan heilsa og kraftar
leyfðu og jafnvel lengur. Hún gekk ekki til hvílu fyrr en öllum verkum var
lokið. trúmennska, yfirvegun, þolinmæði og alvara voru áberandi einkenni í
hennar fari, á lífsviðhorfi hennar og breytni allri, sömuleiðis gestrisni sem var
henni hjartans mál, enda gestagangur mikill í Hvítanesi. Þjónustulund hennar
var slík að t.a.m. settist hún sjaldan eða aldrei niður við matarborðið; hún var
vakin yfir því að ekkert vantaði eða bæta á ef eitthvað kláraðist. Svo rækilega
gætti hún elhússvasksins eftir máltíðir að ekki var vinnandi vegur að komast
þar að til að rétta henni hjálparhönd, þótt menn gjarnan vildu; þau verkin voru
hennar eins og svo mörg önnur.
Ásta var hannyrðakona góð, var oft með ýmislegt á prjónunum eða í sauma-
vélinni og liggja eftir hana margar fagrar flíkur frá fyrri tíð. Hún nýtti tímann
vel því á meðan aðrir sváfu sat Ásta oft við sauma- eða prjónaskap fram á
nætur. Kannski gat hún vakað svona vegna þess hve auðvelt hún átti með að fá
sér kríu við og við í hléum. Hún vann talsvert utan heimilis eftir miðjan aldur,
t.d. í sláturtíð í djúpadal og eins í Prjónaveri á Hvolsvelli.
Ástu í Hvítanesi var svo mýmargt til lífs og lista lagt sem ekki verður tí-
undað hér, en vel má geta þess að margan manninn gladdi hún, ekki aðeins
með gestrisni sinni og ljúfri framkomu, heldur einnig með stökum sínum, enda
prýðilega hagyrt.
Ásta Helgadóttir var hlý kona og barngóð. Hver sá sem kynntist henni, hvort
heldur sem barn eða fullorðinn, ber henni svo góðan vitnisburð um gæsku og
kærleika sem frá henni streymdi, mildi og umhyggju, að menn hreinlega staldra
við. Hjá Ástu í Hvítanesi var alltaf pláss fyrir alla þá sem þurftu, sama hvernig
í bólið stóð.
Ásta hafði að leiðarljósi að elska lífið og samferðafólkið sitt, vona og treysta
og leggja sig fram um að gera umhverfi sitt og mannlíf fagurt. Minningarnar
um ævi hennar og samvistir eru samofnar birtu ástríkis þar sem hún reyndist
ástvinum sínum trúföst og hlý.
Ásta lést á hjúkrunarheimilinu lundi 19. desember 2012.
Sæmdarhjónin í Hvítanesi, þau Ásta Helgadóttir og Jón M. Jónsson áttu langa
samleið sem færði þeim báðum mikla hamingju, þar sem gagnkvæm vinátta,
virðing og væntumþykja spann einn órofa ástar- og kærleiksvef. Þau eignuðust
fimm fallegar dætur sem eru: Elín f. 1944, gift Sigurði Sigmundssyni, þau eiga