Goðasteinn - 01.09.2013, Blaðsíða 74
72
Goðasteinn 2013
Á Breiðabólstað uxu til þroska á sama tíma og Guðrún dætur sr. Jóns Hall-
dórssonar og Kristínar Vigfúsdóttur, Anna kona Egils Pálssonar í Múla, ingi-
björg kona sr. Guðmundar Jónssonar á Stóruvöllum, Sigríður kona sr. Jakobs
Benediktssonar á Hallfreðarstöðum o.v. og Málmfríður í Hraungerði (d. 1899).
Allar bundu þær mikla vináttu við Guðrúnu á Flókastöðum og sendibréf gengu
reglulega á milli þeirra. Vigfús Ísleifsson bóndi á Flókastöðum harmaði í mín
eyru að allt sendibréfasafn Guðrúnar ömmu hans hefði farið forgörðum. „Of
seint séð,“ sagði hann. Eitt bréf Guðrúnar til Málmfríðar í Hraungerði er nú í
fórum mínum.
Sr. Eggert Pálsson frá Meðalfelli og Guðrún Hermannsdóttir frá Velli í
Hvolhreppi settust að búi á Breiðabólstað 1890 og héldu þar menningarheimili
í fulla þrjá áratugi. Einkadóttir þeirra, ingunn, var fædd 7. jan. 1896. Fóstur-
dóttir var Ástríður Kjartansdóttir frá Þúfu í landeyjum. Kristín Halldórsdóttir
í Þúfu, móðir Ástríðar, var systir ingunnar sýslumannsfrúar á Velli, móður
Guðrúnar á Breiðabólstað. Ástríður var fædd 10. ágúst 1895. Móðir hennar lést
1898, faðir hennar árið 1900. Sr. Eggert og frú Guðrún urðu henni sem faðir
og móðir. Saman áttu þær ingunn og Ástríður fögur æskuár sem einkennd-
ust af áhrifamiklu umhverfi og þjóðlegri heimilismenningu. „Þar var aldrei
gestalaus dagur og öllum vel fagnað“ sagði Ástríður. Eftir barnaskóla tók við
nám í Kvennaskólanum í Reykjavík. Báðar voru þær ingunn og Ástríður gædd-
ar listrænum hæfileikum til munns og handa, eins og sagt var, og ávöxtuðu vel
sitt pund. Þær giftust bræðrum, Ástríður Skúla thorarensen bónda á Móeið-
arhvoli, ingunn Óskari thorarensen forstjóra í Reykjavík. um þær báðar á ég
góðar, mikilsverðar minningar. Þær báru með sér blæ fágaðrar háttvísi sem
mér fannst líkt og arfur frá hástétt allra liðinna alda á Íslandi. Ástríður dó 6.
ágúst 1985, ingunn 12, mars 1982. Í samræðu við þær Ástríði og ingunni bar
Guðrúnu á Flókastöðum oft á góma og báðar hafa þær minnst hennar í lausu
máli og í ljóði með þeim hætti að engin sagnakona landsins kemst til jafns við
það. Báðar skráðu þær minningar frá æskuárum á Breiðabólstað, verðmætar
heimildir um menningu og mannlíf við ris nýrrar aldar í íslenskri sveit. Ástríð-
ur thorarensen, sonardóttir Ástríðar frá Móeiðarhvoli, hefur veitt mér aðgang
að gagnmerkum minningarþætti hennar um Guðrúnu á Flókastöðum og leyft
birtingu hans. Sama máli gegnir um fjölskyldu ingunnar E. thorarensen hvað
varðar hugljúft ljóð hennar um Guðrúnu.
Ástríði frá Móeiðarhvoli eigum við það að þakka að nokkrar sögur Guð-
rúnar hafa borgist í endursögn Ástríðar, skráðri um eða eftir 1930. Næmur
barnshugur hafði numið efni og orð. Börn á Móeiðarhvoli sátu oft við þann
sagnabrunn. Í dag er gott aðgengi að sögum Ástríðar í Árnastofnun. Ég nefni