Goðasteinn - 01.09.2013, Blaðsíða 130
128
Goðasteinn 2013
öflin eru sem betur fer miklu öflugri en þau illu, þó að þau hin illu öfl geti
komið mörgu slæmu til leiðar ef þau eru ekki hindruð í tíma.
Ekki entist áheitið á kirkjuna nema út nóttina. Að morgni hófst ásóknin
aftur með sömu óþægindum og daginn áður. Ég lagði spýtur í kross í fjár-
húskróna snemma dags að fyrirsögn miðilsins, en ekki lagaðist ástandið, nei
það versnaði heldur. Þá fór ég að velta fyrir mér, getur kristin trú komið að
einhverju gagni til að bæta þetta ástand. Rétt væri að rifja upp hvað ég lærði
í biblíusögunum í barnaskóla. Þá kom mér í hug ein falleg klausa sem hljóðar
svo. ,,Elskið óvin yðar og biðjið fyrir þeim sem ofsækja yður”. Skyldi þetta
koma að einhverju gagni, það mátti reyna. Ég sendi því Grámanni eftirfarandi
hugskeyti. ,,Af hverju ert þú að ásækja mig? Mér er ekkert illa við þig, þetta
var óviljaverk að ég fór að rífa ofan af þér því ég vissi ekki af þér þarna. Nú
óska ég þess að þú viljir nýta þér þá hjálp sem við miðillinn getum veitt þér til
að lagfæra þína slæmu stöðu.”
Það var eins og við manninn mælt, það sló verulega á ásóknina og mér leið
skár til kvölds. En þegar ég lagðist til svefns um kvöldið endurtók sig sama
ástandið og kvöldið áður. Hvað var nú til ráða, ekki var hægt að heita endalaust
á kirkjuna. Ég fór að hugleiða atburði dagsins og kom þá í hug að honum virtist
illa við hið kristna trúartákn krossinn. Það hlaut að vera hægt að nýta sér það.
Ég setti því upp huglægan kross við rúmið og hugsaði mér ljós í honum svo
hann sæist betur.
Það stóð ekki á viðbrögðunum, ég fékk einhvern hrísling í hnakkann sem
gerði fiðring undir húðinni alla leið niður í tær. Það stóð stutt en ég hélt hug-
læga krossinum uppi dálítið lengur og þá fór líkamlegt ástand að færast í
eðlilegt horf, ég sofnaði brátt og bar ekki fleira til tíðinda þá nótt.
Næsta morgun bað ég Þröst son minn að skreppa suður í fjárhús, sparka í
sundur þessum spítnasprekum sem mynduðu kross á gólfinu og koma heim
með verkfærin því ég myndi ekki nota þau þarna á næstunni. Því eins og
fram hefur komið virtist þessi kross verka öfugt við það sem miðillinn ætlaði.
Síðdegis þennan dag hafði Hafsteinn miðill samband við mig í síma með nán-
ari ráðleggingar. Hann byrjaði á að láta mig skrifa upp eftirfarandi bæn.
,,Kæri guð faðir ljóssins.
Ég verð fyrir ásókn og illsku. Ég bið þess að verndarenglar þínir komi til
að vernda mig fyrir allri ásókn og vanlíðan. Með von og trú bið ég þess að
ég megi vera í ljósi þínu. Hér rúmast allar þær væntingar sem ég hef núna og í
framtíðinni.” Amen.
Að þessu loknu ráðlagði hann mér að rita niður í framhaldi af bæninni,
mínar óskir og vilja í þessu máli. Hann bætti við, þú verður að skrifa það niður