Goðasteinn - 01.09.2013, Page 130

Goðasteinn - 01.09.2013, Page 130
128 Goðasteinn 2013 öflin eru sem betur fer miklu öflugri en þau illu, þó að þau hin illu öfl geti komið mörgu slæmu til leiðar ef þau eru ekki hindruð í tíma. Ekki entist áheitið á kirkjuna nema út nóttina. Að morgni hófst ásóknin aftur með sömu óþægindum og daginn áður. Ég lagði spýtur í kross í fjár- húskróna snemma dags að fyrirsögn miðilsins, en ekki lagaðist ástandið, nei það versnaði heldur. Þá fór ég að velta fyrir mér, getur kristin trú komið að einhverju gagni til að bæta þetta ástand. Rétt væri að rifja upp hvað ég lærði í biblíusögunum í barnaskóla. Þá kom mér í hug ein falleg klausa sem hljóðar svo. ,,Elskið óvin yðar og biðjið fyrir þeim sem ofsækja yður”. Skyldi þetta koma að einhverju gagni, það mátti reyna. Ég sendi því Grámanni eftirfarandi hugskeyti. ,,Af hverju ert þú að ásækja mig? Mér er ekkert illa við þig, þetta var óviljaverk að ég fór að rífa ofan af þér því ég vissi ekki af þér þarna. Nú óska ég þess að þú viljir nýta þér þá hjálp sem við miðillinn getum veitt þér til að lagfæra þína slæmu stöðu.” Það var eins og við manninn mælt, það sló verulega á ásóknina og mér leið skár til kvölds. En þegar ég lagðist til svefns um kvöldið endurtók sig sama ástandið og kvöldið áður. Hvað var nú til ráða, ekki var hægt að heita endalaust á kirkjuna. Ég fór að hugleiða atburði dagsins og kom þá í hug að honum virtist illa við hið kristna trúartákn krossinn. Það hlaut að vera hægt að nýta sér það. Ég setti því upp huglægan kross við rúmið og hugsaði mér ljós í honum svo hann sæist betur. Það stóð ekki á viðbrögðunum, ég fékk einhvern hrísling í hnakkann sem gerði fiðring undir húðinni alla leið niður í tær. Það stóð stutt en ég hélt hug- læga krossinum uppi dálítið lengur og þá fór líkamlegt ástand að færast í eðlilegt horf, ég sofnaði brátt og bar ekki fleira til tíðinda þá nótt. Næsta morgun bað ég Þröst son minn að skreppa suður í fjárhús, sparka í sundur þessum spítnasprekum sem mynduðu kross á gólfinu og koma heim með verkfærin því ég myndi ekki nota þau þarna á næstunni. Því eins og fram hefur komið virtist þessi kross verka öfugt við það sem miðillinn ætlaði. Síðdegis þennan dag hafði Hafsteinn miðill samband við mig í síma með nán- ari ráðleggingar. Hann byrjaði á að láta mig skrifa upp eftirfarandi bæn. ,,Kæri guð faðir ljóssins. Ég verð fyrir ásókn og illsku. Ég bið þess að verndarenglar þínir komi til að vernda mig fyrir allri ásókn og vanlíðan. Með von og trú bið ég þess að ég megi vera í ljósi þínu. Hér rúmast allar þær væntingar sem ég hef núna og í framtíðinni.” Amen. Að þessu loknu ráðlagði hann mér að rita niður í framhaldi af bæninni, mínar óskir og vilja í þessu máli. Hann bætti við, þú verður að skrifa það niður
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.