Goðasteinn - 01.09.2013, Blaðsíða 57
55
Goðasteinn 2013
dufþekju. Hefir fylgdarmaður þá orð á því að það sé ljós í kirkju á Hvoli.
Prestur undrar sig á því og hyggur að eitthvað sé verið að aðhafast honum ekki
geðfellt.
Skal nú víkja að því sem gerðist heima á staðnum. Þegar fór að kvölda, fór
unga fólkið á Hvoli og þar úr nágrenni að tala um að gaman væri að koma sam-
an og spila en svo var það í vafa um hvar staður væri bestur. Í húsum prestsins
fékkst hann ekki. Fósturdóttir prests stingur þá uppá því að góður staður sé í
kirkjunni og til þess hvetur hún alvarlega. Nafn hennar var Björg. Þá kemur þar
að gamall maður sem var heimilismaður á Hvoli, að nafni Sveinn Snorrason.
Mótmælti hann þessu alvarlega, sagði að það ætti að vita það heimilisfólkið að
prestur myndi ekki leyfa slíkt og sé ósæmilegt. Björg segir að þetta sé óhætt,
enda myndi prestur koma seint heim og þá væru þau hætt spilamennskunni.
Allir samþykkja þetta nema Sveinn gamli maldar í móinn sem hann getur. Það
var ekki tekið til greina, heldur hlegið að honum.
Svo fer fólkið út í kirkju með spilin. Þegar þar kemur er ekki um spilaborð
að ræða annað en altarið og er samþykkt að brúka það. Þess skal getið að þótt
Sveinn gamli fengi engu ráðið með notkun kirkjunnar, yfirgaf hann ekki fólkið
heldur rölti með því út í kirkju og settist í dyrabekk. Nú er farið að spila með
miklum gleðskap og hávaða. Eftir nokkurn tíma spilar einn spilamanna út tíg-
ulkóng. Segir þá annar: „Hvernig stendur á þessu? Ég er með tígulkóng á hend-
inni.“ Verður nú hávaði útaf þessu, því kóngarnir voru báðir lagðir fram, ekki
var um að villast, þeir voru tveir. Í því kallar Sveinn gamli höstum rómi og
segir að mál muni vera að hætta. lítur þá spilafólkið fram til dyra. Sér það þá
hvítleita vofu í mannsmynd koma inneftir kirkjugólfinu og sýnist hrynja mold
úr hári hennar. Spilafólkið varð lostið skelfingu, en Sveinn gekk rakleitt móti
vofu þessari svo hún hrökk til baka undan honum útúr kirkjunni.
Spilafólkið kom á eftir viti sínu fjær af hræðslu. Björg sleppti sér, varð þarna
galin og borin inn í bæ og stóðst það á að í því reið prestur í hlaðið. Björg var
lengi sturluð á eftir, mun þó hafa batnað að lokum. Hún fluttist ásamt fóstra
sínum út að Hraungerði og giftist löngu síðar manni, líklega niður í Flóa eða
á Stokkseyri.
Árni Benónýsson bjó í dufþekju langan aldur. Aldrei mátti minnast á þetta
við hann og spil mátti hann aldrei sjá á sínu heimili. Ef hann varð þess var að
börn hans höfðu eignast þau þá tók hann þau og brenndi. Vildu þau spila þá
urðu þau að fara á aðra bæi til þess. Árni var greindur maður, hægur og prúður
í umgengni. Hestamaður góður, talinn tamningamaður og geldingamaður.