Goðasteinn - 01.09.2013, Blaðsíða 194
192
Goðasteinn 2013
Sambýlismaður Höllu er Niklas Hyström f. 29. september 1972 og eru þau
bændur í Ártúnum. Halla eignaðist sitt fyrsta barn, Ársæl f. 1983 með Hauki
Einarssyni sjómanni. Ársæll býr með Þorgerði Jónu Guðmundsdóttur og eiga
þau tvö börn. Börn Höllu og Niklasar eru: Sigríður linda, f. 1994, Bjarni Krist-
ófer, f. 1995 nemar við Menntaskólann á laugarvatni og Jóhanna Sóldís, f.
2000 nemandi við Hvolsskóla.
Æskuheimilið í Syðstu-Mörk, bæjartorfan sú og Eyjafjöllin öll áttu stóran
sess í hjarta Sigríðar; hún talaði gjarnan um að fara heim þegar haldið var í
Syðstu-Mörk.
Sigríður lést á heimili sínu 2. desember 2012 og útför hennar fór fram frá
Akureyjarkirkju 8. desember 2012.
Sr. Önundur Björnsson
Unnur Jónsdóttir
unnur var Siglfirðingur að ætt og uppruna, fædd
þann 30. ágúst 1928. Foreldrar hennar voru hjónin Jón
Anton Gíslason og Helga Jóhannesdóttir. Hún var sjötta
í átta systkina hópi, en þau voru; Hrönn, Ragnheiður,
dóróthea Anna, Snorri, Jóhannes, Petra og Vilborg.
unnur ólst upp við ástríki í foreldrahúsum og voru
æskustöðvarnar henni afar kærar. Hún var stolt af Sigl-
firskum uppruna sínum og bernsku sinnar þar minntist
hún með hlýju. um tvítugsaldurinn hélt hún austur á
Hérað og var við nám í Húsmæðraskólanum á Hallorms-
stað og síðan lá leið hennar að Skógum undir Eyjafjöllum, þar sem hún vann
í skólamötuneytinu. Þar kynntust þau, hún og Ólafur Hannesson bóndasonur í
Austvaðsholti, og vissu því vel hvort af öðru þegar þau hittust á nýjan leik á
Selfossi þegar unnur vann í tryggvaskála og Ólafur var við nám í iðnskólanum
þar. Þá var ljóst að þaðan í frá myndu þau ganga saman lífsveginn.
Þau hófu búskap 1953 í Austvaðsholti þar sem faðir Ólafs, Hannes Ólafs-
son bjó og var hann með þeim í búskap fyrstu árin, en móðir hans ingibjörg
Guðmundsdóttir var látin. Ólafur var fæddur 16. janúar 1920 en lést 11. júni
1979. Og í hjónaband gengu þau þann 31. desember 1955. Börn þeirra eru þrjú:
Hannes f. 1953 kvæntur Kristínu Ragnheiði Alfreðsdóttur og eiga þau fjögur
börn, ingibjörg f. 1958 gift Halldóri leifssyni, eiga þau þrjár dætur og þjú
barnabörn, og Jón Þröstur f. 1962.
Milli þeirra hjóna ríkti jafnræði og virðing sem hvort um sig bæði naut og