Goðasteinn - 01.09.2013, Blaðsíða 168
166
Goðasteinn 2013
settust þau að í Ormskoti þar sem þau bjuggu síðan. Eiður og Hjördís eign-
uðust tvö börn, Halldór og Sigríði. Eiginmaður Sigríðar er Jóhann Ísleifsson
og eru börn þeirra Jökull, Sóley og Hjördís. Þau heimsóttu ömmu og afa oft í
sveitinni og voru þeim heimsóknir þeirra til mikillar gleði. Búið í Ormskoti var
ekki stórt en nægði þeim vel. Þau bjuggu bæði með kindur og kýr og áttu auk
þess hesta sem Eiður hafði mikið yndi af. Hjónin voru samhent og farsæl í því
sem þau tóku sér fyrir hendur. Á sumrin voru unglingar hafðir til snúninga og
margir þeirra komu ár eftir ár og eiga miklar og góðar minningar frá dvöl sinni
í Ormskoti og búa að því sem þau lærðu þar af þeim hjónum báðum. Eiður var
mjög duglegur til allra verka, vildi helst aldrei vera verklaus. Hann gerði líka
kröfur til annarra, líka unglinganna sem voru hjá honum í sveit, en aldrei svo
að hann ofbyði þeim. Hann treysti þeim og vissi hvað í hverjum bjó. Oft dvöld-
ust í Ormskoti stúlkur bæði frá Svíþjóð og Noregi sem vildu vinna á íslenskum
sveitabæ. Þær hafa allar haldið sambandi við fjölskylduna og sumar bundist
henni vináttuböndum. Þá dvöldust erlendir skiptinemar á heimilinu í Ormskoti,
stúlka frá Finnlandi, önnur frá Honduras og sú þriðja frá Costa Rica. Eiður var
hreinskiptinn og ófeiminn við að segja meiningu sína. Hann var hollur vin-
ur vina sinna, greiðvikinn og ráðhollur. Honum var öll sýndarmennska eitur í
beinum og gat tekið undir með séra Hallgrími: „ … hold er mold, hverju sem
það klæðist.“ Honum fannst mestu skipta það sem inni fyrir býr en ekki það sem
menn bera utan á sér. Hann var fróður og hafði góða frásagnarhæfileika og átti
auðvelt með að sjá spaugilegar hliðar á málum. Eiður var mjög harður af sér og
kvartaði aldrei. lungun voru lengi veik og þjáðist hann af astma og heymæði
sem gerði alla vinnu við hey erfiða. Sonur þeirra Halldór tók sífellt meiri þátt í
bústörfum og gerði hjónunum Eiði og Hjördísi kleift að búa áfram í Ormskoti.
Árið 2008 veiktist Eiður alvarlega og gekk kraftaverki næst að hann náði bata.
En veikindin höfðu dregið úr honum þrótt og hann varð að hafa hægar um sig.
Það líkaði honum illa svo starfssamur maður sem hann var. En hann sat ekki
með hendur í skauti og beið þess sem verða vildi heldur stytti sér stundir við
prjónaskap. Hann naut góðrar umönnunar færra lækna og stóð í mestri þakk-
arskuld við læknana unni Steinunni Björnsdóttur, Sigríði Ólínu Haraldsdóttur
og Guðmund Benediktsson, heimilislækni. Í haust fóru innvortisblæðingar að
gera vart við sig og þá uppgötvaðist mein sem ekki var hægt að vinna á. Eiður
tók örlögum sínum með æðruleysi og sálarstyrk. Hann kvartaði aldrei og var
reiðubúinn að taka því sem að höndum bæri. Hann var fluttur á Heilbrigð-
isstofnun Suðurlands á Selfossi þar sem hann naut góðrar umönnunar starfs-
fólks Hand- og lyflæknisdeildar. Þar andaðist hann aðfaranótt aðfangadags jóla
2012 og fór útförin fram að Breiðabólstað 29.12.2012.
Sr. Einar Sigurbjörnsson