Goðasteinn - 01.09.2013, Blaðsíða 76

Goðasteinn - 01.09.2013, Blaðsíða 76
74 Goðasteinn 2013 gera þeim full skil. Það verða aðeins fáar manneskjur sem jeg ætla að draga út úr fjöldanum og reyna að lýsa lítilsháttar. Þá verður fyrst fyrir mjer Guðrún á Flókastöðum. Hún var fædd 1826 á Háa- múla í Fljótshlíð. Foreldrar hennar fluttu að Flókastöðum og þar ólst Guðrún upp, giftist og bjó allan sinn búskap þar. Þegar jeg kom að Staðnum hefir hún verið orðin 74 ára. Hún hefur verið meðalkvenmaður á allan vöxt, en gekk alltaf bogin við staf eftir að ég þekkti hana. Bein var hún þó í bakið en bognaði í lendarnar.“ Jeg get gengið bein“ sagði hún stundum, sleppti stafnum og stik- aði þráðbein um dálitla stund en tók svo stafinn og seig saman aftur. líklega hefur það verið bakverkur sem gerði það, að hún gekk svo bogin. Hún klædd- ist gamla íslenska búningnum, hafði silkiklút um hálsinn og djúpa húfu alveg ofan á augabrúnir og stuttan og þykkan skúf sem nam við öxlina. Þegar hún lyfti húfunni kom í ljós mikið enni. Augun vóru blágrá og breyttu aldrei um svip, alltaf hýr og glaðleg, um munninn ljek oftast eða alltaf bjart bros. Nefið var beint, fremur stórt og skagaði nokkuð fram, ögn íbjúgt, hakan sterkleg og fremur breið. dálítill roði í kinnum. Þegar hún kom til kirkju hafði hún svart sjal brotið á horn og alltaf þegar hún fór út af bænum. Hversdagslega gekk hún á grófu vaðmálspilsi og dagtreyju og þar utan yfir í svartri vaðmálsúlpu stuttri og víðri, náði hún rjett niður á mjaðmir. Heima var hún oftast með strigasv- untu, því hún hafði það embætti að sitja við hlóðin frammi í eldhúsi og kynda eldinn. Þá var oft gaman að koma inn í eldhúsið til hennar, kom það oft fyrir að við stelpurnar vórum sendar að Flókastöðum og þá kom hún alltaf fram og bauð okkur inn í eldhús til sín. Ef hún hafði tíma til þá sagði hún okkur stutta sögu, en ef við áttum að flýta okkur, ljet hún duga að syngja fyrir okkur og spila á hlóðarhelluma með skörungnum. Vísan sem hún söng oftast hljóðaði svo: „Brúsi átti byggð í helli, brögnum þótti hann seint á ferli, elti hann mig svo jeg varð móð, af því varð jeg ekki góð.“ Þá söng hún aðra setninguna á hæstu nótum sem hún átti til og hina í dýpsta bassa sem hún náði. Hvernig sem hún fór að því þá hafði hún lag á því að gera hverjum manni glatt í geði, hvort sem hún var með honum lengi eða skammt. Hún var mikill bókavinur og las allt sem hún náði í, helst fræðirit og góðan skáldskap, og talaði gjarna um það við þá sem báru skyn á þá hluti, þótti bæði lærðum og leikum ánægjulegt og fróðlegt að eiga tal við hana, og bar það oft við að fólk gerði sjer erindi að Flókastöðum til þess að eiga með henni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.