Goðasteinn - 01.09.2013, Blaðsíða 124
122
Goðasteinn 2013
Félagarnir koma af stóru svæði. Félagar Árgalans koma af svæðinu frá Aust-
ur-Eyjafjöllum vestur í Mýrasýslu. Þeir sem lengst eiga mæta ekki lakar en þeir
sem skemri leið eiga á fundi. Á fundum er byrjað á því að leika nokkrum sinn-
um af geisladiskum úr bókinni, stemmur þær, sem æfa skal. Smátt og smátt
taka menn undir og þegar hópurinn allur hefur lært stemmuna, þá kveða án
undirleiks 3-4 í senn koll af kolli. Boðkefli er notað til að skipta á nýjan hóp og
haldið er á uns allir kunna vel með stemmurnar að fara. Vani er að senda með
fundarboði fyrripart vísu til að botna og menn kasta fram vísum á fundinum
eftir andagift, efni og ástæðum. Þeim er safnað í hundadall formannsins, en
virðulegra söfnunarfley verður brátt lagt til. Stemmuhirðir stjórnar æfingum,
vísnahirðir, sem er Ragnar Böðvarsson en Kristján Ragnarsson til vara halda
til haga vísunum.
Starfsemin er lífleg og fjölbreytt. Nýbreytni er að tilnefna einn til að fara
með hugvekju, er seður gaman. Hún skal helst ekki taka lengri tíma en 5 mín-
útur. Flytjandi tilnefnir mann til hins sama á næsta fundi. Við ástundum það, að
kenna mönnum stemmur, hvenær sem því verður við komið og kyndum undir
áhugann eftir aðstæðum. Ýmsir félaganna hafa kveðið íslenskar stemmur með
öðrum þjóðum, jafnvel í öðrum heimsálfum við góðar undirtektir. Guðjón for-
maður hefur kveðið á Grænlandi. Hann sagði mér: ,,Þegar ég sé að grænlensku
konunum vöknar brá við kveðskap minn, veit ég að ég er á réttri leið.”
Stefnt er að því að Árgali kynni kvæðalögin í leikskólum, barnaslólum og
hjá eldra fólki. Komið er að því að ræða um skipulegar heimsóknir og kennslu
á vegum félagsins fyrir leikskóla, barnaskóla, sjúkrahús og dvalarheimili aldr-
aðra og ýmsar samkomur. Slíkum heimsóknum hafa einstakir félagar sinnt
nokkuð að eigin frumkvæði og eftir óskum þar um. Við tókum í nafni félags-
ins þátt í dagskrá á menningarnótt Reykjavíkur hinn 18. ágúst sumarið 2012.
Haustið 2012 vorum við með dagskrá í litla-leikhúsinu á Selfossi. yngstu
félagarnir 4 ára, 8 ára, 9 ára og 10 ára hafa allir komið fram og kveðið með
ágætum á fundum. Kvæðamennska er ekki bara fyrir gamalt fólk á Suðurlandi.
Fésbókarsíða, Nefskinna eða Fróðskaparsíða, sem við Árgalafélagar köllum
svo hefur verið stofnuð. Nefskinnuhirðir er linda Ásdísardóttir á Eyrarbakka.
Síðan er kölluð fram í leitarvél (google): ,,Kvæðamannafélagið Árgali.is“.