Goðasteinn - 01.09.2013, Blaðsíða 179
177
Goðasteinn 2013
mikill dýravinur og fór vel með skepnur sínar og umgekkst þær af umhyggju
og virðingu. Hann vissi sem var að án þeirra væri búskapurinn til lítils. Jón
var mikið snyrtimenni og vildi hafa reglu á öllum athöfnum og hlutum, afar
stundvís og skipulagður og vildi geta gengið að tólum sínum og tækjum í lagi
og á vísum stað. Hann var góður smiður og útsjónarsamur og má gjarnan geta
þess að til að auðvelda konu sinni verkin smíðaði hann fyrir heimilið þvottavél
úr tré og járni sem reyndist vel. Hann vann samhliða búskap við byggingar
margra húsa sem reist voru hér í héraði, í Bretavinnunni á stríðsárunum, í vega-
vinnu, vann við lagningu raflínu og vatnsveitu um Vestur-landeyjar sem og við
mælingar Búfellslínu ii.
Jón var hreinlyndur maður og hreinskiptinn sem bar hlýju og vinsemd í fasi
sínu, góður söng- og sögumaður sem kunni að bæta í frásagnir réttum krydd-
skammti, vinamargur og vinfastur, mikill gleðigjafi hvar sem hann kom og
hafði sérlega gaman af að hitta fólk og gleðjast með glöðum og ekki sakaði ef
örlítil brjóstbirta fylgdi með. Börn voru honum einkar kær félagsskapur og varð
hann æ glaðari með hverju barninu sem fjölskyldunni fæddist í gegnum tíðina.
Einhverju sinni mun Jón hafa verið spurður hvort hann væri ekki saupsáttur við
að eiga bara stelpur. Hann sagði svo alls ekki vera, því stelpur væru heima við
en strákar úti um allar trissur að eltast við stelpur. Og bætti við að tengdasyn-
irnir vildu allt til vinna til að hafa sig góðan.
Jón lést á hjúkrunarheimilinu lundi 16. desember 2012.
Ásta Helgadóttir fæddist í Ey í Vestur- landeyjum 26. maí árið 1920. For-
eldrar hennar voru hjónin Helgi Pálsson f. 1889 – d. 1976 og Margrét Árnadótt-
ir f. 1887 – d. 1956. Ásta ólst upp við almenn sveitastörf, sem hún hafði alla
tíð mikið yndi af. Hún átti því láni að fagna að eiga góða bernsku og æskuárin
voru einnig björt í minningu hennar. Þau systkinin þurftu að ganga til flestra
starfa bæði úti og inni og lærðu því handbragð til margra verka sem hún bjó vel
að meðan starfskraftar entust.
Ásta var næst elst systkina sinna en þau eru þessi í aldursröð: Kristín f.
1918, Guðfinna f. 1922, hún er látin, Arnheiður f. 1928 og Helgi f. 1937. upp-
eldisbróðir Ástu var Ólafur Sigfússon sem var henni mjög kær. Hann kom sem
barn að Ey eftir móðurmissi og ólst þar upp. Hann er nú látinn.
Ásta fór til Reykjavíkur til að vinna í vist eins og algengt var meðal ungra
kvenna af landsbyggðinni á þeim árum. lífið í borginni heillaði hana þó ekki
því sveitin hennar fagra átti hug hennar allan, ekki síst vegna þess að hún vissi
hug unga mannsins í Hvítanesi. Vorið 1943 fluttist Ásta til Jóns M. Jónssonar
í Hvítanesi og gengu þau í hjónaband 13. nóvember sama ár. Hjúskapur þeirra
varði því í heilan mannsaldur, eða rúm 69 ár.