Goðasteinn - 01.09.2013, Side 179

Goðasteinn - 01.09.2013, Side 179
177 Goðasteinn 2013 mikill dýravinur og fór vel með skepnur sínar og umgekkst þær af umhyggju og virðingu. Hann vissi sem var að án þeirra væri búskapurinn til lítils. Jón var mikið snyrtimenni og vildi hafa reglu á öllum athöfnum og hlutum, afar stundvís og skipulagður og vildi geta gengið að tólum sínum og tækjum í lagi og á vísum stað. Hann var góður smiður og útsjónarsamur og má gjarnan geta þess að til að auðvelda konu sinni verkin smíðaði hann fyrir heimilið þvottavél úr tré og járni sem reyndist vel. Hann vann samhliða búskap við byggingar margra húsa sem reist voru hér í héraði, í Bretavinnunni á stríðsárunum, í vega- vinnu, vann við lagningu raflínu og vatnsveitu um Vestur-landeyjar sem og við mælingar Búfellslínu ii. Jón var hreinlyndur maður og hreinskiptinn sem bar hlýju og vinsemd í fasi sínu, góður söng- og sögumaður sem kunni að bæta í frásagnir réttum krydd- skammti, vinamargur og vinfastur, mikill gleðigjafi hvar sem hann kom og hafði sérlega gaman af að hitta fólk og gleðjast með glöðum og ekki sakaði ef örlítil brjóstbirta fylgdi með. Börn voru honum einkar kær félagsskapur og varð hann æ glaðari með hverju barninu sem fjölskyldunni fæddist í gegnum tíðina. Einhverju sinni mun Jón hafa verið spurður hvort hann væri ekki saupsáttur við að eiga bara stelpur. Hann sagði svo alls ekki vera, því stelpur væru heima við en strákar úti um allar trissur að eltast við stelpur. Og bætti við að tengdasyn- irnir vildu allt til vinna til að hafa sig góðan. Jón lést á hjúkrunarheimilinu lundi 16. desember 2012. Ásta Helgadóttir fæddist í Ey í Vestur- landeyjum 26. maí árið 1920. For- eldrar hennar voru hjónin Helgi Pálsson f. 1889 – d. 1976 og Margrét Árnadótt- ir f. 1887 – d. 1956. Ásta ólst upp við almenn sveitastörf, sem hún hafði alla tíð mikið yndi af. Hún átti því láni að fagna að eiga góða bernsku og æskuárin voru einnig björt í minningu hennar. Þau systkinin þurftu að ganga til flestra starfa bæði úti og inni og lærðu því handbragð til margra verka sem hún bjó vel að meðan starfskraftar entust. Ásta var næst elst systkina sinna en þau eru þessi í aldursröð: Kristín f. 1918, Guðfinna f. 1922, hún er látin, Arnheiður f. 1928 og Helgi f. 1937. upp- eldisbróðir Ástu var Ólafur Sigfússon sem var henni mjög kær. Hann kom sem barn að Ey eftir móðurmissi og ólst þar upp. Hann er nú látinn. Ásta fór til Reykjavíkur til að vinna í vist eins og algengt var meðal ungra kvenna af landsbyggðinni á þeim árum. lífið í borginni heillaði hana þó ekki því sveitin hennar fagra átti hug hennar allan, ekki síst vegna þess að hún vissi hug unga mannsins í Hvítanesi. Vorið 1943 fluttist Ásta til Jóns M. Jónssonar í Hvítanesi og gengu þau í hjónaband 13. nóvember sama ár. Hjúskapur þeirra varði því í heilan mannsaldur, eða rúm 69 ár.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.