Goðasteinn - 01.09.2013, Blaðsíða 197
195
Goðasteinn 2013
Þorsteinn bjó skamman tíma með barnsmóður sinni, Hrefnu Sveinsdótt-
ur frá Vík í Mýrdal, dóttur hjónanna Sólveigar Magnúsdóttur frá Fagradal og
Sveins Jónssonar frá Reynishólum í Mýrdal. Hrefna lést haustið 2010. dóttir
þeirra Þorsteins er Elsa Sólveig. Hún giftist Karli Einarssyni, en þau skildu.
dætur Elsu eru Hrefna lind og Hanna lilja. Seinni maður Elsu er Axel Bryde.
Börn hans eru Ása lára, Kristín Elva, Páll Vignir og ingibjörg Petra. Barnabörn
Elsu og Axels eru fimm.
Þorsteinn var dagfarsprúður maður og hæglátur í fasi. Hann var fordómalaus
og umgengnisgóður, barngóður og blíðlyndur, umtalsfrómur um náungann og
lagði jafnan gott til mála í samræðum. Hann hélt alla tíð góðu sambandi við
systkini sín og var þeim afar kær og þau honum, og milli hans og foreldra hans
ríktu náin tengsl og ræktarsemi. Var hann þar tíður gestur, enda leitaði hugur
hans oft á æskustöðvarnar, austur til hinna gömlu heimatúna hans í Kúfhól.
Þorsteinn var myndarmaður í sjón og raun, grannvaxinn, beinn í baki og bar
sig vel, dansmaður ágætur og gefinn fyrir spil, enda oft setið að spilum þegar
tóm gafst milli ferða á kaffistofu bílstjóranna á Hreyfli, og þess utan spilaði
hann lengi bridge af miklum áhuga. Hann tók þátt í fjölda bridge-móta og var
oft leitað til hans þegar vantaði góðan „makker”, og eru allir þeir verðlauna-
gripir sem hann vann til við spilaborðið til marks um það.
Þorsteinn kaus sér fremur einfalt líf og fábrotið, og gerði ekki miklar kröfur
fyrir sjálfan sig, eignaðist aldrei íbúð en leigði sér herbergi hér og hvar um
borgina. Reykjarpípan var aldrei langt undan og stundum hæfileg lögg af góðri
veig, sem aldrei raskaði þeirri góðu reglu sem hann hafði á lífi sínu. Hann var
ágætlega að sér um aðskiljanleg efni, kunni margt vísna og kvæða sem hann
raulaði oft fyrir munni sér, og trú sína nærði hann gjarnan með því að hlusta á
útvarpsmessuna á sunnudögum.
um aldamótin fluttist Þorsteinn í þjónustuíbúð að dalbraut 27, og þaðan að
hjúkrunarheimilinu Skjóli árið 2008, þar sem hann lést 29. desember 2012, 89
ára að aldri. Útför hans var gerð frá Guðríðarkirkju 9. janúar 2013, en duftker
hans jarðsett í leiði foreldra hans í Krosskirkjugarði í Austur-landeyjum.
Sr. Sigurður Jónsson