Goðasteinn - 01.09.2013, Blaðsíða 93

Goðasteinn - 01.09.2013, Blaðsíða 93
91 Goðasteinn 2013 Niðurstöður úttektarinnar eru athyglisverðar. Greinilegar vísbendingar eru um að nokkuð hátt hlutfall býlanna, eða a.m.k. 46 býli, hafi byggst strax á fyrsta tímabilinu, frá 900-1300 og líklega hafa aðeins fá þeirra farið í eyði á næsta tímabili (1300-1650). Vísbendingar eru um að fjöldi bústaða í byggð aukist eftir því sem nær dregur nútímanum en það helgast eflaust að hluta til af því að heimildir frá yngri skeiðum eru betri en þær sem eldri eru og er rétt að undirstrika að gögnin sem safnað var hafa, að undanskildum þeim gripum sem kannaðir voru, tilhneigingu til að veita ítarlegri upplýsingar (bæði um bæi sem byggjast upp og fara í eyði) eftir því sem nær okkur dregur í tíma. ljóst er að sú mynd sem í forkönnuninni er dregin upp af byggðinni, aldri hennar og eyðingu er gróf en skýrari mynd fæst ekki nema með uppgrefti. Myndin gefur ákveðna vísbendingu um byggðina og er lögð fram sem upphafs- stef í frekari rannsóknum og á, án efa, eftir að breytast talsvert á næstu árum. Miklir rannsóknarmöguleikar þrátt fyrir uppblástur til þess að fá sem gleggsta mynd af ástandi eyðibyggðarinnar og þeirri hættu sem að henni steðjar var margvíslegum upplýsingum safnað um hvern stað s.s. hvort mannvistarleifar voru greinilegar og þá í hvaða ástandi þær voru, hvort þær töldust í hættu eða ekki og ef svo var, af hvaða völdum. Á hverjum bæ var talinn saman fjöldi minjaeininga sem tilheyrði staðnum, þ.e. hversu margar stakar tóftir eða mannvirki töldust tilheyra skráðu bæjarstæði. Á mörgum eyði- býlanna fundust aðeins stakar tóftir eða þústir en stundum fundust heilu túnin með túngörðum, útihúsum, bæjarhólum og bæjartóftum. Fjöldi minjaeininga getur gefið vísbendingar um varðveislu minjastaðarins, umfang hans og mögu- lega lengd búsetu og efnahagslega stöðu. Á hverju bæjarstæði var einnig reynt að greina líklegustu orsök þess að bærinn fór í eyði. Greiningin leiddi í ljós að í furðufáum tilfellum var hægt að rekja hana beint til eldvirkni í Heklu. Kenn- ingar eru uppi um að fimm bæir hafi farið með öllu undir hraun (Skarð eystra, tjaldastaðir, Kanastaðir, Ketilsstaðavík, litliskógur og Stóriskógur6) en í eng- um af þeim tilfellum er það fullvíst. Nokkrir bæir eru einnig taldir hafa eyðst af öskufalli en þegar haft er í huga hversu algengt það var að bæir í nágrenni Heklu væru yfirgefnir í einhver ár eftir eldsumbrot en byggðust síðan aftur þá verður að telja sennilegra að þeir sem fóru endanlega í eyði vegna öskufalls hafi þegar staðið höllum fæti vegna annarra ástæðna, einkum og sérílagi uppblásturs. um helmingur bæjarstæðanna telst hafa farið í eyði vegna uppblásturs eða annarrar landeyðingar. Þetta er gríðarlega hátt hlutfall og í raun er líklegt að hlutfallið sé í raun enn hærra því fjölmargir bæir sem taldir voru hafa fallið í eyði af öðrum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.