Goðasteinn - 01.09.2013, Side 93
91
Goðasteinn 2013
Niðurstöður úttektarinnar eru athyglisverðar. Greinilegar vísbendingar eru
um að nokkuð hátt hlutfall býlanna, eða a.m.k. 46 býli, hafi byggst strax á
fyrsta tímabilinu, frá 900-1300 og líklega hafa aðeins fá þeirra farið í eyði á
næsta tímabili (1300-1650). Vísbendingar eru um að fjöldi bústaða í byggð
aukist eftir því sem nær dregur nútímanum en það helgast eflaust að hluta til af
því að heimildir frá yngri skeiðum eru betri en þær sem eldri eru og er rétt að
undirstrika að gögnin sem safnað var hafa, að undanskildum þeim gripum sem
kannaðir voru, tilhneigingu til að veita ítarlegri upplýsingar (bæði um bæi sem
byggjast upp og fara í eyði) eftir því sem nær okkur dregur í tíma.
ljóst er að sú mynd sem í forkönnuninni er dregin upp af byggðinni, aldri
hennar og eyðingu er gróf en skýrari mynd fæst ekki nema með uppgrefti.
Myndin gefur ákveðna vísbendingu um byggðina og er lögð fram sem upphafs-
stef í frekari rannsóknum og á, án efa, eftir að breytast talsvert á næstu árum.
Miklir rannsóknarmöguleikar þrátt fyrir uppblástur
til þess að fá sem gleggsta mynd af ástandi eyðibyggðarinnar og þeirri hættu
sem að henni steðjar var margvíslegum upplýsingum safnað um hvern stað s.s.
hvort mannvistarleifar voru greinilegar og þá í hvaða ástandi þær voru, hvort
þær töldust í hættu eða ekki og ef svo var, af hvaða völdum. Á hverjum bæ
var talinn saman fjöldi minjaeininga sem tilheyrði staðnum, þ.e. hversu margar
stakar tóftir eða mannvirki töldust tilheyra skráðu bæjarstæði. Á mörgum eyði-
býlanna fundust aðeins stakar tóftir eða þústir en stundum fundust heilu túnin
með túngörðum, útihúsum, bæjarhólum og bæjartóftum. Fjöldi minjaeininga
getur gefið vísbendingar um varðveislu minjastaðarins, umfang hans og mögu-
lega lengd búsetu og efnahagslega stöðu. Á hverju bæjarstæði var einnig reynt
að greina líklegustu orsök þess að bærinn fór í eyði. Greiningin leiddi í ljós að
í furðufáum tilfellum var hægt að rekja hana beint til eldvirkni í Heklu. Kenn-
ingar eru uppi um að fimm bæir hafi farið með öllu undir hraun (Skarð eystra,
tjaldastaðir, Kanastaðir, Ketilsstaðavík, litliskógur og Stóriskógur6) en í eng-
um af þeim tilfellum er það fullvíst. Nokkrir bæir eru einnig taldir hafa eyðst af
öskufalli en þegar haft er í huga hversu algengt það var að bæir í nágrenni Heklu
væru yfirgefnir í einhver ár eftir eldsumbrot en byggðust síðan aftur þá verður
að telja sennilegra að þeir sem fóru endanlega í eyði vegna öskufalls hafi þegar
staðið höllum fæti vegna annarra ástæðna, einkum og sérílagi uppblásturs. um
helmingur bæjarstæðanna telst hafa farið í eyði vegna uppblásturs eða annarrar
landeyðingar. Þetta er gríðarlega hátt hlutfall og í raun er líklegt að hlutfallið sé
í raun enn hærra því fjölmargir bæir sem taldir voru hafa fallið í eyði af öðrum