Goðasteinn - 01.09.2013, Blaðsíða 172
170
Goðasteinn 2013
Guðmunda Anna Valmundsdóttir
Guðmunda Anna fæddist 6. október 1925 í Galt-
arholti á Rangárvöllum. Foreldrar hennar voru hjónin
þar Vilborg Helgadóttir og Valmundur Pálsson. Hún ólst
upp í foreldrahúsum, fimmta í röð átta systkina, en þau
eru í aldursröð; Ágúst, Sigurgeir, Guðrún, Sigrún er lést
á barnsaldri, Einar, Helgi og Páll ingi. Síðar fluttu for-
eldrar hennar að Móeiðarhvoli, en þau systkinin kenndu
sig jafnan við Galtarholt.
Hún átti hamingjuríka æsku, ólst upp við gott og kær-
leiksríkt atlæti foreldra sinna, í hópi samrýmdra syst kina,
lærði fljótt af foreldrum sínum að vinna bæði úti og inni. Það var hennar aðals-
merki og hún þótti bæði sterk og dugleg. Hún var róleg, jafnlynd, glöð og kát.
Hún gekk í barnaskólann á Strönd og um tvítugsaldurinn fór hún í hús-
mæðraskólann að Hverabökkum í Hveragerði og lauk þar námi. um það leyti
hitti hún lífsförunaut sinn og síðar eiginmann Gísla Kristjánsson og gengu þau
í hjónaband 6. júlí 1949. Gísli var fæddur 14. maí 1902 á Bollastöðum í Flóa,
en hann andaðist 15. september 1973. Gísli var bóndi í Odda er þau kynntust
og hófu þau búskap sinn þar, en festu síðan kaup á Vindási í landsveit og fluttu
þangað vorið 1948. Þeim varð sex barna auðið en þau eru; Vilborg f. 1947
gift Þórði Matthíasi Sigurjónssyni sem nú er látinn. Börnin þeirra eru 3 og
barnabörnin jafnmörg, Kristján f. 1950, kona hans Guðrún Auður Haraldsdóttir
og þau eiga 3 börn, Margrét f. 1951, maður hennar er Bragi Guðmundsson, þau
eiga 4 börn og 6 barnabörn, Valmundur f. 1953, kona hans er Helga Matthías-
dóttir og hann á 4 börn og 3 barnabörn, Kristín Guðrún f. 1957, maður Guð-
mundur Þorvaldsson og eiga 2 börn og 4 barnabörn, og Helga f. 1960, maður
hennar er Ólafur Þorsteinsson og þau eiga 4 börn og 5 barnabörn.
Guðmunda og Gísli byggðu upp öll hús á jörðinni. Íbúðarhúsið reis 1950
og síðan hvert af öðru, fjárhús, fjós og hlöður. Þau stækkuðu túnin og ræktuðu
upp.
Saman tókust þau hjón á við búskapinn, alltaf samhent og samhuga. Gísli
var ötull í félagsmálum og því oft af bæ, en Guðmunda heimakær og taldi það
ekki eftir sér að gæta bús og barna.
lífið í Vindási var fagurt og hollt og gott. Með natni, ráðdeild, iðjusemi og
virðingu fyrir jörð og skepnum tókst þeim hjónum að koma upp góðu búi og
góðu lífsviðurværi sér og sínum til handa. Þar var oft mannmargt og verkefnin
voru óþrjótandi. Þrátt fyrir mikla vinnu var þess jafnan gætt að heimilisbrag-
urinn væri léttur og glaðvær, enda sex kraftmikil og lífsglöð börn að alast upp á
bænum, og oft og tíðum frændfólk og sumarbörn og því var auðveldlega hægt