Goðasteinn - 01.09.2013, Page 172

Goðasteinn - 01.09.2013, Page 172
170 Goðasteinn 2013 Guðmunda Anna Valmundsdóttir Guðmunda Anna fæddist 6. október 1925 í Galt- arholti á Rangárvöllum. Foreldrar hennar voru hjónin þar Vilborg Helgadóttir og Valmundur Pálsson. Hún ólst upp í foreldrahúsum, fimmta í röð átta systkina, en þau eru í aldursröð; Ágúst, Sigurgeir, Guðrún, Sigrún er lést á barnsaldri, Einar, Helgi og Páll ingi. Síðar fluttu for- eldrar hennar að Móeiðarhvoli, en þau systkinin kenndu sig jafnan við Galtarholt. Hún átti hamingjuríka æsku, ólst upp við gott og kær- leiksríkt atlæti foreldra sinna, í hópi samrýmdra syst kina, lærði fljótt af foreldrum sínum að vinna bæði úti og inni. Það var hennar aðals- merki og hún þótti bæði sterk og dugleg. Hún var róleg, jafnlynd, glöð og kát. Hún gekk í barnaskólann á Strönd og um tvítugsaldurinn fór hún í hús- mæðraskólann að Hverabökkum í Hveragerði og lauk þar námi. um það leyti hitti hún lífsförunaut sinn og síðar eiginmann Gísla Kristjánsson og gengu þau í hjónaband 6. júlí 1949. Gísli var fæddur 14. maí 1902 á Bollastöðum í Flóa, en hann andaðist 15. september 1973. Gísli var bóndi í Odda er þau kynntust og hófu þau búskap sinn þar, en festu síðan kaup á Vindási í landsveit og fluttu þangað vorið 1948. Þeim varð sex barna auðið en þau eru; Vilborg f. 1947 gift Þórði Matthíasi Sigurjónssyni sem nú er látinn. Börnin þeirra eru 3 og barnabörnin jafnmörg, Kristján f. 1950, kona hans Guðrún Auður Haraldsdóttir og þau eiga 3 börn, Margrét f. 1951, maður hennar er Bragi Guðmundsson, þau eiga 4 börn og 6 barnabörn, Valmundur f. 1953, kona hans er Helga Matthías- dóttir og hann á 4 börn og 3 barnabörn, Kristín Guðrún f. 1957, maður Guð- mundur Þorvaldsson og eiga 2 börn og 4 barnabörn, og Helga f. 1960, maður hennar er Ólafur Þorsteinsson og þau eiga 4 börn og 5 barnabörn. Guðmunda og Gísli byggðu upp öll hús á jörðinni. Íbúðarhúsið reis 1950 og síðan hvert af öðru, fjárhús, fjós og hlöður. Þau stækkuðu túnin og ræktuðu upp. Saman tókust þau hjón á við búskapinn, alltaf samhent og samhuga. Gísli var ötull í félagsmálum og því oft af bæ, en Guðmunda heimakær og taldi það ekki eftir sér að gæta bús og barna. lífið í Vindási var fagurt og hollt og gott. Með natni, ráðdeild, iðjusemi og virðingu fyrir jörð og skepnum tókst þeim hjónum að koma upp góðu búi og góðu lífsviðurværi sér og sínum til handa. Þar var oft mannmargt og verkefnin voru óþrjótandi. Þrátt fyrir mikla vinnu var þess jafnan gætt að heimilisbrag- urinn væri léttur og glaðvær, enda sex kraftmikil og lífsglöð börn að alast upp á bænum, og oft og tíðum frændfólk og sumarbörn og því var auðveldlega hægt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.