Goðasteinn - 01.09.2013, Blaðsíða 49
47
Goðasteinn 2013
brunninum, en dælan var staðsett í búrinu, vatninu dælt í stóra tunnu og þóttu
þetta mikil þægindi, sem voru ekki á mörgum bæjum á þessum árum.
Áður en ég fer að lýsa húsmunum og heimilisbrag ætla ég að telja upp heim-
ilisfólkið: Foreldrar mínir Ísleifur Sveinsson og ingibjörg Kristjánsdóttir, amma
mín Margrét Guðnadóttir, Kristín Kristmundsdóttir fv. mágkona ömmu, við
systkinin lilja Árnadóttir (hálfsystir, dóttir mömmu), Sveinn, Margrét Jóna,
Bóel, Kristín, Ísbjörg og Guðrún (12. sept. 1930), Jóhanna Sveinsdóttir systir
pabba, Helgi Jónsson, sem var vinnumaður hálft árið.
Heimilið í Miðkoti í Fljótshlíð var venjulegt sveitaheimili, búið var með
kýr, kindur og hesta einnig voru nokkur hænsni og að sjálfsögðu hundurinn
Snati og kötturinn Jósef. Foreldrar mínir leigðu jörðina þar til síðustu árin, þá
keyptu þau jörðina. Húsakynni öll áttu þau. Þegar húsið var byggt 1930 hafði
allt gamla húsið verið rifið. Það eina sem varð eftir var kjallarinn undir húsinu
og eftir minni lýsi ég honum, – gengið var úr búrinu niður 5 tröppur, þær voru
hlaðnar úr steinhellum, ekki var handrið við tröppurnar. Þegar í kjallarann kom
var sitthvað að sjá, kartöflugryfju við norðurvegg, þar voru einnig geymdar
rófur fram eftir vetri.
Rennibekkur afa míns var við gluggann, sá rennibekkur er nú á Skógasafni.
Einnig var þar lítill hefilbekkur, 2 kvensöðlar og hnakkar- en önnur reiðtygi
voru í skemmunni ásamt beislum og reipum, sem notuð voru við heyskapinn,
einnig klyfberum en þetta er nú útúrdúr. Ég nefndi búrið, þar var skilvindan,
strokkurinn, stóra vatnstunnan og dælan, sem ég minntist áður á. Einnig var
þar trétunna, sem hafði verið söguð í tvennt og fóðruð innan með hálmi eða
heypokum, þetta var notað til að halda mat heitum. Ég held að þetta hafi átt að
spara eldivið – sem var á þessum árum mór og sauðatað en síðar komu kolin
til sögunnar og þóttu gulls ígildi.
Gamli bærinn í Miðkoti sem stóð til 1930