Goðasteinn - 01.09.2013, Blaðsíða 123
121
Goðasteinn 2013
Árgali - sunnlenskt kvæðamannafélag
Við Guðjón Kristinsson í Árbæ við Ölfusá, hleðslumeistari og galdramaður
frá dröngum á Ströndum höfum verið félagar í iðunni og sótt vel fundi þar.
Við höfðum veður af því að ýmsir menn á Selfossi voru áhugasamir um kveð-
skap, en höfðu ekki aðstöðu til að sækja fundi i Reykjavík. Þess vegna stofn-
uðum við Kvæðamannafélag á Selfossi fyrir Suðurland hinn 8. mars 2010. Við
ákváðum að vera áfram félagar í iðunni og sækja þar fundi eftir megni. Sama
var að segja um félaga okkar á Selfossi Ragnar Böðvarsson, inga Heiðmar
Jónsson auk þess sem kona mín Ólöf Erla Halldórsdóttir hefur fylgt mér á fundi
í báðum félögunum. Ég leitaði að nafni á nýja félagið okkar og fann nafnið í
Fornaldarsögum Norðurlanda. Árgali er sá sem fyrstur er með hugmyndirn-
ar og fylgir þeim eftir, sá sem fer fyrstur á fætur og kallar til verka. Sá sem
vekur menn af svefni. Þetta fannst mér gott nafn fyrir félagið og það var sam-
þykkt. Þegar við Guðjón vorum að undirbúa stofnun ,,Árgalans”, leituðum við
til nágranna Guðjóns, Þórs Vigfússonar og konu hans Hildar Hákonardóttur
á Straumum, þóttumst vita, að málinu yrði borgið, ef þau kæmu með okkur
að stofnun félagsins. Það reyndist rétt. Þór varð hvatamaður og stofnfélagi og
stýrði stofnfundi með miklum skörungsskap. Hildur varð ritari félagsins og
Gylfi Guðmundsson féhirðir. Við sniðum starfsemi félagsins eftir starfi ið-
unnar og fengum leyfi til að gera félagið okkar að dótturfélagi iðunnar, meðan
við værum að koma undir okkur fótunum. Þannig mættum við njóta reynslu
iðunnarmanna, sækja fundi þeirra og atburði og jafnframt mega nota bók-
ina ,,Silfurplötur iðunnar” til æfinga og að fá bókina keypta fyrir félagsmenn
okkar.
Stofnfélagar urðu 73. Fundarstaður var skemma fomanns í Árbæ, gömul
hlaða og vinnustofa. Í seinni tíð höfum við mæst í Sunnlenska bókakaffinu við
Austurveg á Selfossi hjá Bjarna Harðarsyni og Elínu Gunnlaugsdóttur félaga
okkar. Við ákváðum að hafa fundina annan mánudag í mánuði, byrja kl 20 og
ljúka aldrei seinna en 22 og breyta því ekki, svo að menn gætu gengið að því
sem vísu. Ákveðið var að taka þrjár nýjar stemmur fyrir á hverjum fundi. Við
byrjuðum á þeirri fyrstu í Silfurplötunum og höfum tekið stemmurnar í réttri
röð, en jafnframt rifjað upp á hverjum fundi stemmur, sem áður höfðu verið
æfðar. Þessu hefur verið haldið síðan og í marslok 2013 hafa verið æfðar hátt í
70 stemmur af þeim 200, sem í bókinni eru. Gleði ríkir í hópnum frá upphafi
til enda funda. Gáskafullar athugasemdir fljúga á milli manna og í „góðsemi
vegur þar hver annan.“