Goðasteinn - 01.09.2013, Blaðsíða 36
34
Goðasteinn 2013
reyndist vera Axel í Varmahlíð á vörubílnum, með alla leikarana og þar voru
líka spilararnir, sem áttu að leika fyrir dansinum. Það voru þeir Bjarni Ein-
arsson í Varmahlíð og Jón Sigurðsson á Ásólfsskála. Hann gerði seinna marga
vinsæla dægurlagatexta og nokkur dægurlög. Hann er nú kallaður Jón Sigurðs-
son í bankanum. Mér finnst að hann ætti heldur að vera nefndur Jón Sigurðs-
son frá Brúnum, því að á Brúnum í Vestur-Eyjafjallahreppi var hann upprunn-
inn og þar ólst hann upp til fimmtán ára aldurs.
Ég fór nú upp á bílpallinn til þeirra og spurði þau, hvað það ætti eiginlega
að þýða að koma svona seint. Sum svöruðu að þau væru búin að bíða í allan
dag, en þau sem komu lengst að austan sögðu, „það var gersamlega ófært fyrir
þreifandi byl, við fórum strax þegar fært var.“ Svona getur nú veðrið verið mis-
jafnt í sömu sveitinni, að minnsta kosti undir Eyjafjöllum.
Þegar að Heimalandi kom, var tekið til óspilltra málanna að undirbúa sýn-
inguna enda stuttur tími til stefnu.
Úr þessu rættist betur en á horfðist, því leiksýningin var nokkuð vel sótt og
heppnaðist sæmilega þótt ekki yrði af æfingunni.
Af þessari frásögn má sjá, að ekki hefur alltaf verið áhyggju- og þrautalaust
að vera formaður í umf. trausta.
ii
Á fundi í félaginu 26. febrúar 1928 flutti Árni Sigurðsson í Steinmóðarbæ,
síðar bóndi á Bjarkalandi, þá formaður félagsins, tillögu um sundkennslu. Hann
lagði þar til, að félagið kæmi á fót námskeiðum í sundi fyrir tólf til fjórtán ára
börn. Stakk hann jafnframt upp á því að félagið borgaði kennslukostnað, en
farið yrði fram á að sveitarfélagið borgaði sundlaugargjaldið og að foreldrar
barnanna, legðu þeim til fæði og annan útbúnað.
Fundurinn samþykkti síðan að fela stjórn félagsins, að fara þess á leit við
hreppsnefnd V - Eyjafjallahrepps, að hreppurinn greiddi sundlaugargjaldið.
Á næsta fundi félagsins 17. mars, flytur form. Árni Sigurðsson fundin-
um þau skilaboð frá leifi Auðunssyni í dalsseli að hann byðist til að kenna
sund endurgjaldslaust, á sundnámskeiði hjá félaginu á næsta vori. Fundurinn
samþykkti síðan að fela stjórn félagsins framkvæmd málsins.
Í þessari framanrituðu grein kemur fram hvernig sundnámskeiðin, sem
umf. trausti hélt árum saman í Seljavallalaug, komust á fót. Þeim hélt félagið
uppi þangað til hin almenna sundnámsskylda komst á í landinu.
Ég var einn þeirra mörgu Vestur-Eyfellinga sem lærði sund á þessum nám-
skeiðum sem trausti hélt. Það var vorið 1938, ég var þá á sextánda ári. Einar
Auðunsson frá Efri-Hól flutti okkur austur að Seljavöllum á gamla vörubílnum