Goðasteinn - 01.09.2013, Blaðsíða 176
174
Goðasteinn 2013
Elías f. 1962, kona hans er Rósa ingvarsdóttir. tveir yngstu synirnir, Halldór
Rúnar f. 1960 og Jóhann trausti f. 1961, létust í frumbernsku. Afkomendur
ingibjargar eru nú elleftu talsins.
torfi féll frá langt um aldur fram, og þá tókst ingibjörg á við nýjar áskoranir,
hóf nám í tækniteiknun við iðnskólann í Hafnarfirði og útskrifaðist þaðan 1980.
Að loknu námi starfaði hún sem tækniteiknari um nokkurra ára skeið hjá skipa-
smíðastöðinni Stálvík í Garðabæ. tækniteiknun og listsköpun áttu vel við hana,
enda var hún nákvæm í öllu sem hún tók sér fyrir hendur, svo eftir var tekið.
leiðir hennar og síðari eiginmanns, sr. Sváfnis Sveinbjarnarsonar sókn-
arprests á Breiðabólsstað og prófasts Rangæinga, lágu fyrst saman árið 1980,
og gengu þau í hjónaband 18. mars 1983. Sváfnir var ekkill og 8 barna faðir og
runnu fjölskyldurnar saman sem ein stór fjölskylda enda faðmur og hlýja ingi-
bjargar alltumvefjandi. Börn Sváfnis eru: - Þórhildur, Gísli, Hulda, Elínborg,
Sveinbjörn, Vigdís, Sigurlinn og Sigurjón. Öll tóku þau miklu ástfóstri við hana
og hún við þau og unni þeim sem hennar eigin væru. Er nú fjöldi afkomenda,
bæði sona og stjúpbarna farinn að nálgast áttunda tuginn.
ingibjörg gerðist húsfreyja á Breiðabólsstað og þar bjuggu þau hjón næstu
15 árin, uns þau fluttu að Króktúni 16, á Hvolsvelli, við starfslok sr. Sváfnis.
Hún sómdi sér vel sem prests- og prófastsfrú á Breiðabólsstað, stoð og stytta
eiginmanns síns í hans umfangsmikla starfi. Það voru oft annir á Breiðabóls-
stað, við bústörf, húsfreyjustörf og umsjón kirkjunnar og þátttöku í kirkjustarf-
inu. Í þessu öllu tók hún þátt af lífi og sál.
Hún var einstaklega smekkvís og lagvirk í öllu því sem hún kom að, bæði
innanhúss sem utan og bjó þeim hjónum sérlega fagurt og smekklegt heimili.
Öll húsmóðurstörf léku í höndum hennar, – gerði hversdagsmat að veislumat,
bakaði og átti alltaf með kaffinu. Fagurlega skreyttar brauðtertur og kransakök-
ur voru hennar sérgrein. Hún var einstaklega lagin að nýta allt sem jörðin gaf af
sér, saftaði og sultaði ber, ræktaði kryddjurtir, og þannig mætti lengi telja.
Það geislaði frá þeim hjónum vinátta, virðing og ástríki í garð hvors annars
og heimili þeirra var rausnargarður, þar sem ævinlega var gestkvæmt og hver og
einn fann að þar var traustum hollvinum að mæta og allir voru aufúsugestir.
Hún var með græna fingur, ræktaði garðinn sinn, eða garðana sína, bæði á
Breiðabólsstað sem og í Króktúninu, sem urðu í hennar umsjá hinir blómleg-
ustu og hún hafði mikla gleði af. Að rósunum sínum og blómunum hlúði hún,
svo allt dafnaði og þroskaðist í kringum hana.
Hún var skipulögð og fyrirhyggjusöm og þrátt fyrir umfangsmikil bú- og
heimilisstörf fann hún tíma til þess að sinna hannyrðum og listmunagerð sem
léku í höndum hennar því hún var listrænn fagurkeri og liggja eftir hana fjöl-