Goðasteinn - 01.09.2013, Blaðsíða 163
161
Goðasteinn 2013
maður hennar er Michael Clausen, Ari fæddur 1959, eiginkona hans er Kristín
Kristjánsdóttir og lárus Sighvatur fæddur 1961, sambýliskona hans er Ólína
Margrét Ásgeirsdóttir. Afkomendur þeirra eru orðnir þrjátíu talsins.
Árið 1957 luku þau við byggingu á framtíðarheimili sínu við laufskála 1,
þar sem þau bjuggu lengst af sinni búskapartíð. Í hverfinu og þorpi sem var
að byggjast upp myndaðist góður vinskapur og var kært á milli íbúanna. Mörg
haust vann Auður í sláturhúsi SS. Þá var hún um tíma hótelstýra í gamla hótel-
inu á Hellu. Eftir fæðingu elstu barnanna var hún heimavinnandi meðan þau
komust á legg, hún var prýðishúsmóðir og röggsöm. Er hún fór aftur til vinnu
utan heimilisins fór hún að vinna í sláturhúsinu. Einnig tók hún að sér mötu-
neyti grunnskólans. Síðar fóru þau hjónin bæði til vinnu inn á hálendi og vann
hún þar í eldhúsinu. Eftir það hóf hún störf á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu
lundi á Hellu þar sem hún endaði sína starfsævi og var þá búin að vinna á
lundi í rúmlega ellefu ár.
Auður starfaði lengi fyrir Verkalýðsfélagið og voru störf hennar þar vel met-
in þar sem hún þótti úrræðagóð. Helst ber þó að nefna störf hennar fyrir Hesta-
mannafélagið Geysi, en er það var stofnað 27. nóvember 1949 og var hún einn
af stofnfélögum þess. Hún vann þakkarverð störf fyrir félagið sem gerði hana
að heiðursfélaga á fimmtíu ára afmæli þess. Hestamennska var sameiginlegt
áhugamál þeirra hjóna sem þau sinntu um langa hríð. Hún hafði sem barn
gaman af útreiðum og eltist það ekki af henni heldur naut hún þess alla tíð.
Voru þær ófáar samverustundir þeirra hjóna í félagsskap hesta og manna sem
veittu þeim gleði og voru tilefni skemmtilegra stunda. Er aldur hennar sagði til
um tók hún virkan þátt í starfi Félags eldri borgara í Rangárvallasýslu, fór oft
í ferðir á vegum félagsins. Hún söng með Hring, kór félagsins enda hafði hún
gaman af söng og átti það til að syngja við vinnu sína heima við. Á seinni árum
keyptu þau hjónin sér húsbíl sem þau ferðuðust á kringum landið og skoðuðu
margt. Voru þetta ánægjulegar og góðar ferðir.
Auður var mikil félagsvera, hress og skemmtileg og hafði gaman af því að
fara á mannamót og skemmtanir, sömuleiðis nutu ömmubörnin þess að sækja
á náðir hennar og vera í skemmtilegri og glaðlegri nærveru hennar. Hún var
einkar jafnlynd og traust, og þótti mörgum afbragðsgott að leita til hennar með
hugðarefni sín til ráða, uppörvunar eða annarrar samveru.
Síðustu ár fór að bera á veikindum hennar og fluttist hún á Hjúkrunar- og
dvalarheimilið lund á Hellu árið 2010 þar sem hún lést hinn 26. janúar 2012.
Útför frá Oddakirkju 4. febrúar 2012.
Sr. Guðbjörg Arnardóttir