Goðasteinn - 01.09.2013, Blaðsíða 182
180
Goðasteinn 2013
Kristbjörg Hrólfsdóttir
Kristbjörg Hrólfsdóttir fæddist í Ábæ í Austurdal í
Skagafirði 10. september 1917 og var Skagfirðingur að
ætt og uppruna. Foreldrar hennar voru hjónin Hrólfur
Þorsteinsson fæddur í litladalskoti lýtingsstaðahreppi
og Valgerður Kristjánsdóttir, fædd á Reykjum í sama
hreppi. Þau bjuggu á Ábæ í Austurdal þar sem Krist-
björg fæddist en fluttu þegar hún var 12 ára gömul að
Stekkjaflötum í Akrahreppi. Hún var fjórða í sjö syst-
kina hópi en þau eru; Friðfinna, ingibjörg Steinvör, Jór-
unn Jónheiður, Kristján Þ. l., Stefán Hjörtur og Anna Margrét.
Kristbjörg ólst upp við ástríki foreldra sinna og systkina og hlaut þá mennt-
un sem tíðkaðist á þessum árum. Hún veiktist alvarlega upp úr 12 ára aldri og
þurfti að dvelja langdvölum á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki og þau veikindi og
lífsreynsla öll mörkuðu hana sem einstakling. En það voru töggur í stúlkunni
og hún náði sér vel og fór ung að árum að vinna fyrir sér svo sem títt var á þess-
um tíma og var í kaupavinnu á sumrin á ýmsum bæjum í Skagafirði og vann í
sjö vetur í mötuneyti Menntaskólans á Akureyri. Þar lágu leiðir þeirra saman,
hennar og lífsförunautins Ölvis Karlssonar oddvita Áshreppinga í 32 ár. Hann
var Skagfirðingur líkt og hún, fæddur á tyrfingsstöðum á Kjálka 1. febrúar
1915 og andaðist 24. sept. 1991.
Þau gengu í hjónaband þann 31. júlí 1943 og fluttu sama sumar að Þjórsár-
túni. Það vildi þannig til að ungu hjónin norðan úr Skagafirði settust að á Suð-
urlandi, að Ölvir hafði keypt mynd af Þjórsártúni og sagt um leið að þarna
vildi hann búa og það varð úr. Jörðin var í eyði og hann festi kaup á henni og
að Þjórsártúni fluttu þau „með 1 kú og koffort“ eins og hún lýsti því sjálf, og
bjuggu síðan alla tíð með mikilli reisn. Hús og jörð voru byggð upp af miklum
framkvæmdarhug og þar var lífsstarfinu skilað, - hún húsfreyja þar hátt í 70 ár.
Og þar fæddust börnin þeirra sex en þau eru: Valgerður f. 1944, eiginmaður
hennar er Gunnar Hafsteinn Snorrason, lilja f. 1946, eiginmaður hennar er
Emil Rafn Kristófersson, Kristjana ingibjörg f. 1948, eiginmaður hennar er Jón
Ármann Sigurðsson, Karl f. 1951, eiginkona hans er Jóhanna Björk Hilmars-
dóttir, Guðrún Gyða f. 1954, eiginmaður hennar er Guðmundur unnar Agn-
arsson, Hrólfur f. 1960, eiginkona hans er irma Sjöfn Óskarsdóttir. Barnabörnin
eru sautján talsins.
Kristbjörg leit á það sem hlutskipti sitt að helga líf sitt fjölskyldunni. Hún
var mikil og góð húsmóðir, bakaði og eldaði og allt lék í höndum hennar, heim-
ilið fagurt og stílhreint og alltaf hreint út úr dyrum, sama hversu mikið annríki
var eða gestkvæmt. Og oft var þar þröng á þingi þó húsakynni væru stór og