Goðasteinn - 01.09.2013, Blaðsíða 164
162
Goðasteinn 2013
Bjarnhéðinn Guðjónsson
Bjarnhéðinn Guðjónsson var fæddur á Brekkum
í Holtahreppi ytra þann 16. febrúar 1928. Foreldrar
hans voru Margrét Halldórsdóttir frá Sandhólaferju og
Guðjón Þorsteinsson frá Berustöðum, voru þau búsett
á Brekkum. Systkini Bjarnhéðins voru Sigurður fædd-
ur 1924, látinn 1982. Margrét fædd 1927 og Pálmar
fæddur 1934. Hálfsystir hans, dóttir Guðjóns af fyrra
hjónabandi var Kristrún fædd 1919, látin 2010. Móð-
ir hans féll frá árið 1939 og tveimur árum síðar flutti
faðir hans ásamt börnum sínum til frændfólks á Syðri-
Rauðalæk, næsta bæ við Brekkur og bjó Bjarnhéðinn þar um nokkurn tíma.
Snemma á æskuárum Bjarnhéðins bar á því að hann væri lagtækur. Hann sá
ýmsa hluti verða til í smiðju föður síns, bæði úr tré og járni. Vakti hann ung-
ur undrun margra vegna þess hversu mikið hann gat smíðað með fábreyttum
tækjum. Sextán ára var hann sendur á höfuðborgarsvæðið til vinnu í Vélsmiðju
Hafnarfjarðar. Þar starfaði hann einn vetur og kynnist strax þeim starfsvettvangi
sem hann undi við ævilangt. Hann stundaði nám í Vélsmiðjunni Héðni frá
1945-1949. Þar sá hann margt verða til og hafði augun opin, þess vegna hafði
hann fleira á valdi sínu en eingöngu það sem tengdist vélvirkjun. Má þar nefna
margháttaða rennismíði, en á því sviði var hann fullgildur og á málmsteypu
kunni hann einnig góð skil. Þetta voru sömuleiðis mótorhjólaár Bjarnhéðins.
Hann var virkur þátttakandi í vélaöldinni sem gekk í garð og eignaðist hann
þrjú mótorhjól. Haustið 1949 fékk Bjarnhéðinn hæstu einkunn á sveinsprófi í
vélvirkjun og þar með heiðursverðlaun frá félagi Járniðnaðarmanna í Reykja-
vík. Oddakirkja nýtur handverks hans en þar er að finna tvíarma vegglampa,
sömuleiðis eru stjakar eftir hann í Kálfholtskirkju.
Í júní 1950 hóf hann störf hjá Kaupfélaginu Þór á Hellu, flutti aftur í heima-
hagana og bjó í húsi því sem Guðjón faðir hans byggði 1945-1946. Hann var í
þjónustu Kaupfélagsins Þórs í u.þ.b. hálfan annan áratug. Þá hóf hann störf hjá
Vegagerð ríkisins við brúarsmíði vítt og breitt um landið. Þar ber hæst vinnuna
við að sigrast á jökulvötnum Austur-Skaftafellssýslu og Borgarfjarðarbrú. Síð-
ast starfaði hann við verkstæðisvinnu hjá Vegagerðinni í Reykjavík. Er Bjarn-
héðinn starfaði hjá Vegagerðinni kynntist hann landi og landslagi. Hann hafi
yndi af því að þræða vegina og viðurkenndi hann, þó með sínu hæglæti, að hafa
ekið þá flesta.
Bjarnhéðinn var ekki maður breytinga og stórframkvæmda. Hann var hæg-
látur maður, hafði sig lítið í frammi en þó má nefna að hann var einn af stofn-