Goðasteinn - 01.09.2013, Blaðsíða 78
76
Goðasteinn 2013
kúahirða, sem vöktuðu uxann hans feita, og þeir fóru að þakka honum fyrir
góðgerðirnar, fleygði hún tásunni, stóð upp og rauk upp um hálsinn á hverjum
manni í baðstofunni, kyssti hann rembingskoss hvort sem hann var stór eða
smár, karl eða kona og enginn eftir skilinn, um leið og hún sagði: „Þakka þjer
fyrir Hnoðri minn“. Varð þá mikill hlátur um alla baðstofu. Þegar hún sagði
æfintýrið um Kisu Kóngsdóttur, sagði hún um Sigurð kóngsson: „Þegar hann
sá ingibjörgu varð hann drukkinn, lagðist veikur í rúmið og hafði ekki lyst
á grautnum sínum, en þegar Sigmundur bróðir hans var búinn að fórna sjer
fyrir hann og hafði lofað að giftast kettinum til þess að Sigurður mætti lífi
halda, settist hann upp í rúminu alheilbrigður og bað um grautinn sinn“. Hún
hafði lag á að segja svo frá að öllum þætti gaman að. Í sögunni Rautt hnoða,
segir hún, þegar Sigurður kóngsson fór til hátíðarinnar með ingibjörgu systur
sinni, „Hann var svo fallegur og bjartur og glaður, eins og hann Þorsteinn á
Móeiðarhvoli þegar hann reið inn á Mörk. En þegar hann var búinn að týna
ingibjörgu og lötraði heim eyðilagður og álútur, ja, þá var hann lika einsog
hann Þorsteinn á Móeiðarhvoli, þegar hann kom innan af Mörk“. „Af hverju?“
spurðum við. „Þá var hann Bjarni bróðir hans drukknaður.“ Hún hermdi eftir
hrotunum í skessunum og hvernig risinn saup hveljur þegar hann óð út í kúa-
hlandið í sögunni af Búkollu, og hvernig sauð uppi í honum Jötunuxa kóngi
þegar undirheimajarlarnir stungu upp í hann glóandi fleinum. Og síðast en
ekki síst, þegar hún Svíalín kóngsdóttir hló að honum trimbiltrút. Það var nú
fínn og nettur hlátur, alveg einsog þegar hrossagaukurinn hneggjar á vorin.
Við hefðum þegið með þökkum að dagurinn þessi hefði verið helmingi lengri.
Hún var alltaf fram í vökulok, fyrr var henni ekki sleppt, og var henni svo fylgt
heim að dyrum á Flókastöðum. Hún kallaði sparisvuntuna sína „sögusvuntu“.
„Nú er jeg búin að rífa sögusvuntuna mína“ sagði hún einusinni, hún hafði
rifnað á ferðalagi, sú svunta var brún með smáum köflum, svo fjekk hún aðra
sögusvuntu, var hún blá og svört rósótt eða gárótt, entist hún henni alla tíð, og
varð löggilt sögusvunta! Guðrún átti margar göngurnar inn í gilið sem er þar
rjett við bæinn, hún þekkti þar hvern stein og hvert gras, gaf og sumu heiti eftir
geðþótta. innarlega í gilinu eru heljarstór björg sem einhverntíma hafa losnað
úr börmunum og oltið niður á gilbotninn, eitt eða tvö af þeim hvíla á litlum
blágrýtishnullungum eða virðist vera, getur þó skeð að aðalþunginn hvíli ann-
arsstaðar, og er það mjög líklegt, en svona lítur það út. Guðrún kallaði þetta
kistusteina, því það var svo líkt og þegar stórar kistur stóðu á steinum eða
hellubörð sett undir hornin á kistunum að byrðunum til þess að verja þær fúa.
Vestanmegin í Flókastaðagili innarlega, var skúti sem myndast hefur við hrun,
þar fram af brúninni rann mjó buna, var svo alla tíð meðan jeg var á Staðnum