Goðasteinn - 01.09.2013, Side 78

Goðasteinn - 01.09.2013, Side 78
76 Goðasteinn 2013 kúahirða, sem vöktuðu uxann hans feita, og þeir fóru að þakka honum fyrir góðgerðirnar, fleygði hún tásunni, stóð upp og rauk upp um hálsinn á hverjum manni í baðstofunni, kyssti hann rembingskoss hvort sem hann var stór eða smár, karl eða kona og enginn eftir skilinn, um leið og hún sagði: „Þakka þjer fyrir Hnoðri minn“. Varð þá mikill hlátur um alla baðstofu. Þegar hún sagði æfintýrið um Kisu Kóngsdóttur, sagði hún um Sigurð kóngsson: „Þegar hann sá ingibjörgu varð hann drukkinn, lagðist veikur í rúmið og hafði ekki lyst á grautnum sínum, en þegar Sigmundur bróðir hans var búinn að fórna sjer fyrir hann og hafði lofað að giftast kettinum til þess að Sigurður mætti lífi halda, settist hann upp í rúminu alheilbrigður og bað um grautinn sinn“. Hún hafði lag á að segja svo frá að öllum þætti gaman að. Í sögunni Rautt hnoða, segir hún, þegar Sigurður kóngsson fór til hátíðarinnar með ingibjörgu systur sinni, „Hann var svo fallegur og bjartur og glaður, eins og hann Þorsteinn á Móeiðarhvoli þegar hann reið inn á Mörk. En þegar hann var búinn að týna ingibjörgu og lötraði heim eyðilagður og álútur, ja, þá var hann lika einsog hann Þorsteinn á Móeiðarhvoli, þegar hann kom innan af Mörk“. „Af hverju?“ spurðum við. „Þá var hann Bjarni bróðir hans drukknaður.“ Hún hermdi eftir hrotunum í skessunum og hvernig risinn saup hveljur þegar hann óð út í kúa- hlandið í sögunni af Búkollu, og hvernig sauð uppi í honum Jötunuxa kóngi þegar undirheimajarlarnir stungu upp í hann glóandi fleinum. Og síðast en ekki síst, þegar hún Svíalín kóngsdóttir hló að honum trimbiltrút. Það var nú fínn og nettur hlátur, alveg einsog þegar hrossagaukurinn hneggjar á vorin. Við hefðum þegið með þökkum að dagurinn þessi hefði verið helmingi lengri. Hún var alltaf fram í vökulok, fyrr var henni ekki sleppt, og var henni svo fylgt heim að dyrum á Flókastöðum. Hún kallaði sparisvuntuna sína „sögusvuntu“. „Nú er jeg búin að rífa sögusvuntuna mína“ sagði hún einusinni, hún hafði rifnað á ferðalagi, sú svunta var brún með smáum köflum, svo fjekk hún aðra sögusvuntu, var hún blá og svört rósótt eða gárótt, entist hún henni alla tíð, og varð löggilt sögusvunta! Guðrún átti margar göngurnar inn í gilið sem er þar rjett við bæinn, hún þekkti þar hvern stein og hvert gras, gaf og sumu heiti eftir geðþótta. innarlega í gilinu eru heljarstór björg sem einhverntíma hafa losnað úr börmunum og oltið niður á gilbotninn, eitt eða tvö af þeim hvíla á litlum blágrýtishnullungum eða virðist vera, getur þó skeð að aðalþunginn hvíli ann- arsstaðar, og er það mjög líklegt, en svona lítur það út. Guðrún kallaði þetta kistusteina, því það var svo líkt og þegar stórar kistur stóðu á steinum eða hellubörð sett undir hornin á kistunum að byrðunum til þess að verja þær fúa. Vestanmegin í Flókastaðagili innarlega, var skúti sem myndast hefur við hrun, þar fram af brúninni rann mjó buna, var svo alla tíð meðan jeg var á Staðnum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.