Goðasteinn - 01.09.2013, Blaðsíða 45

Goðasteinn - 01.09.2013, Blaðsíða 45
43 Goðasteinn 2013 dag, Þorláksmessa á sumri og svo hin alkunna Þorláksmessa þ. 23. desember, sem er dánardagur Þorláks helga en nú á dögum eins konar aðfangadagur að- fangadags jóla. Þorláks litla hennar Höllu í Odda verður því minnst um aldir ef að líkum lætur. Hvergi er getið konu né barna Eyjólfs og kemur það í hlut bróðursonar hans, Jóns loftssonar, að taka við í Odda er hann fellur frá árið 1158. Jón hefur þá skilað sér heim frá Noregi á ættarslóðir sínar í Odda fyrir löngu, gengið í skóla í Noregi, en vísast lokið námi í Odda og var þá þegar farinn að láta til sín taka í framvarðarsveit Oddaverja. Skemmst er frá að segja að Jón loftsson eflir enn veldi og áhrif Odda á Rangárvöllum þau 35 ár sem hann situr þar í forsvari. Hann er umsvifamikill en vinsæll og mikils metinn, bæði í héraði og á landsvísu. Sjálfur getur hann verið harður í horn að taka og vægir ekki þegar Þorlákur biskup uppeldisbróðir hans frá Odda tekur að heimta yfirráð yfir kirkjum bændahöfðingja. Hann er „gefinn fyrir kvennaást“ og kemur sér upp frillum að hætti höfðingja á hans dögum. Jón loftsson temur sér þannig nýja siði sem ekki höfðu tíðkast með Oddaverjum, stundar lifnað sem sumir mundu nú kalla fjölkvæni. Ekki gast Þorláki biskupi að þessu háttalagi Jóns og ekki bætti úr skák að uppáhaldshjákona höfðingjans var systir biskupsins. En það má segja Jóni til málsbóta að hann virðist ekki hafa verið afskiptalaus um börn sín, launbörn nutu réttinda, barnahópurinn út um sveitir varð hinn mannvænlegasti og jók er tímar liðu hróður ættarinnar. deilumálum er gjarnan skotið til Jóns loftssonar til úrskurðar enda hafa dómar hans vægi og þykja réttlátir. Afdrifaríkasta málið sem hann var beðinn að útkljá endaði með því að hann tók að sér fjögurra ára snáða frá Hvammi í dölum sem Snorri hét Sturluson. Ólst Snorri upp hjá þeim Jóni og konu hans Halldóru Skegg-Brandsdóttur í Odda og menntaðist þar. Hann hefur vafalaust verið bráðger og námfús og notið bókasafnsins og samvista við lærðustu menn landsins sem þarna hafa verið við „rannsóknir“ sínar og skriftir. Snorri mótast í Odda og á þar heima þriðjung ævi sinnar. Frægasti Íslendingur fyrr og síðar er sprottinn úr jarðvegi mesta menntaseturs á Íslandi, Odda á Rangárvöllum, höfuðbóli umsvifa í Rangárþingi. Að Jóni gengnum tekur við Sæmundur sonur hans, mikill hæfileikamaður eins og hann á kyn til og kemur hann mjög við sögu þar til hann fellur frá eftir nær 30 ára forráð á ættaróðalinu. Oddi á Rangárvöllum helst voldugt höf- uðból í hans tíð, bæði menntir stundaðar og nauðsynlegt veraldarvafstur þar sem ýmis öfl kalla til ríkis í landinu, aðrar ættir, kirkjan og jafnvel konungur í „gamla landinu“, Noregi. Sæmundur átti í brasi sem dró dilk á eftir sér við norska kaupmenn en ekki verður farið nánar út í þá sálma hér. Sæmundur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.