Goðasteinn - 01.09.2013, Blaðsíða 37

Goðasteinn - 01.09.2013, Blaðsíða 37
35 Goðasteinn 2013 sínum. Á hann var hrúgað tjöldum og öllum okkar farangri, þar á meðal við- legubúnaði og mat til vikunnar og ofan á hrúgunni sátum við hópur af vænt- anlegum nemendum. Svo hélt Einar áfram eftir holóttum malarveginum. En oft þurfti hann að stansa til að taka þá sem biðu við veginn til þess að komast með. Á endanum komumst við á leiðarenda. tjaldað var á sléttri grasflöt niður af bænum á Seljavöllum. Þarna vorum við svo í sex daga, í frábæru veðri. Réttara væri líklega að segja í sjö nætur, því að á daginn vorum við oftast í lauginni eða við hana. Það hefur líklega tekið um það bil fimmtán mínútur að ganga frá tjöld- unum inn að sundlauginni. umhverfi hennar fannst mér vera mjög sérstakt og skemmtilegt. Við laugina var skúr sem skipt var í þrennt, tvo búningsklefa og aðstöðu fyrir matreiðslu, geymslu á matarbirgðum til vikunnar og matsal fyrir mannskapinn. Það er erfitt að skilja hvernig það gat gengið að matreiða og láta rúmlega tuttugu manns borða, í svona litlu húsplássi. Matráðskona okkar var Steinunn lárusdóttir frá Fitjarmýri, hún skilaði sínu hlutverki þarna mjög vel. Sundlaugin var 25 m á lengd, sem þótti gott á þessun tíma. Hluti hennar var ekki dýpri en svo að hægt var fyrir minnstu nemendurna að ganga um hana, þar sem hún var grynnst án þess að höfuðið færi í kaf. Það kom sér vel fyrstu dagana, eða þar til við gátum haldið okkur á floti. dýpri hluti hennar var svo seinni dagana notaður m. a. til þess að kafa eftir steinum, sem lágu á botninum. Kennarar voru Guðjón Pétursson á lambafelli og leifur Auðunsson í dals- seli. Nemendum þeim sem mættir voru, var í byrjun skipt í tvo hópa, sem voru svo í lauginni til skiptis, líklega einn eða einn og hálfan tíma í einu. Sumir nemendurnir voru búnir að vera á sundnámskeiði áður, en aðrir ekki og þeir voru víst fleiri. Hvor hópur fór í laugina þrisvar til fjórum sinnum á dag. Á þessu námskeiði var eingöngu kennt bringusund. Aðferðin við að kenna okkur sundtökin, sem ekkert kunnum og líklega flest aldrei farið ofan í sund- laug áður, var þannig að staur var lagður á laugarbarminn á þann hátt að annar endi hans náði um það bil tvo metra inn yfir laugina og stefndi upp á við í þann endann sem yfir lauginni var, en í hinn endan var hann festur niður, eða hlaðið á hann grjóti. um staurinn hæfilega nærri bakkanum voru fest tvö bönd, þessi bönd voru svo bundin í sitt hvorn enda á poka sem náði niður í vatnið. Þessi búnaður var notaður til þess að halda nemandanum hæfilega djúpt í vatninu meðan verið var að kenna honum sundtökin og æfa þau nægilega til þess að geta fleytt sér. Nemandinn lá þá á maganum á pokanum, þegar þessar æfingar fóru fram. Svona útbúnaður var á tveimur stöðum í lauginni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.