Goðasteinn - 01.09.2013, Blaðsíða 37
35
Goðasteinn 2013
sínum. Á hann var hrúgað tjöldum og öllum okkar farangri, þar á meðal við-
legubúnaði og mat til vikunnar og ofan á hrúgunni sátum við hópur af vænt-
anlegum nemendum. Svo hélt Einar áfram eftir holóttum malarveginum. En oft
þurfti hann að stansa til að taka þá sem biðu við veginn til þess að komast með.
Á endanum komumst við á leiðarenda. tjaldað var á sléttri grasflöt niður af
bænum á Seljavöllum. Þarna vorum við svo í sex daga, í frábæru veðri. Réttara
væri líklega að segja í sjö nætur, því að á daginn vorum við oftast í lauginni
eða við hana.
Það hefur líklega tekið um það bil fimmtán mínútur að ganga frá tjöld-
unum inn að sundlauginni. umhverfi hennar fannst mér vera mjög sérstakt og
skemmtilegt. Við laugina var skúr sem skipt var í þrennt, tvo búningsklefa og
aðstöðu fyrir matreiðslu, geymslu á matarbirgðum til vikunnar og matsal fyrir
mannskapinn. Það er erfitt að skilja hvernig það gat gengið að matreiða og láta
rúmlega tuttugu manns borða, í svona litlu húsplássi. Matráðskona okkar var
Steinunn lárusdóttir frá Fitjarmýri, hún skilaði sínu hlutverki þarna mjög vel.
Sundlaugin var 25 m á lengd, sem þótti gott á þessun tíma. Hluti hennar
var ekki dýpri en svo að hægt var fyrir minnstu nemendurna að ganga um
hana, þar sem hún var grynnst án þess að höfuðið færi í kaf. Það kom sér vel
fyrstu dagana, eða þar til við gátum haldið okkur á floti. dýpri hluti hennar
var svo seinni dagana notaður m. a. til þess að kafa eftir steinum, sem lágu á
botninum.
Kennarar voru Guðjón Pétursson á lambafelli og leifur Auðunsson í dals-
seli.
Nemendum þeim sem mættir voru, var í byrjun skipt í tvo hópa, sem voru
svo í lauginni til skiptis, líklega einn eða einn og hálfan tíma í einu. Sumir
nemendurnir voru búnir að vera á sundnámskeiði áður, en aðrir ekki og þeir
voru víst fleiri. Hvor hópur fór í laugina þrisvar til fjórum sinnum á dag.
Á þessu námskeiði var eingöngu kennt bringusund. Aðferðin við að kenna
okkur sundtökin, sem ekkert kunnum og líklega flest aldrei farið ofan í sund-
laug áður, var þannig að staur var lagður á laugarbarminn á þann hátt að annar
endi hans náði um það bil tvo metra inn yfir laugina og stefndi upp á við í þann
endann sem yfir lauginni var, en í hinn endan var hann festur niður, eða hlaðið
á hann grjóti. um staurinn hæfilega nærri bakkanum voru fest tvö bönd, þessi
bönd voru svo bundin í sitt hvorn enda á poka sem náði niður í vatnið. Þessi
búnaður var notaður til þess að halda nemandanum hæfilega djúpt í vatninu
meðan verið var að kenna honum sundtökin og æfa þau nægilega til þess að
geta fleytt sér. Nemandinn lá þá á maganum á pokanum, þegar þessar æfingar
fóru fram. Svona útbúnaður var á tveimur stöðum í lauginni.