Goðasteinn - 01.09.2013, Blaðsíða 73

Goðasteinn - 01.09.2013, Blaðsíða 73
71 Goðasteinn 2013 Vigfús Þórarinsson sýslumaður og Steinunn Bjarnadóttir. Þetta fólk dvaldist þar eitthvað og dó þar annað hjónanna og 2 börnin en eitt lifði og var það Guð- ríður. Hún ólst síðan upp á Hliðarenda. Var hún vel greind og myndarleg. Krist- ín Vigfúsdóttir og hún urðu vinkonur miklar. Þegar Kristín var orðin kona Jóns prófasts Halldórssonar á Breiðabólstað, fékk hún því fram komið er Flókastaðir voru lausir að Guðríði og manni hennar voru byggðir Flókastaðir.“ Þetta er merkur fróðleikur en þó skýtur hér nokkuð skökku við. Allt getur rétt verið um fyrstu tengingu við Hlíðarenda og Þorsteinn Sigurðsson virðist hafa fengið byggða Hlíðarendahjáleiguna Réttarhús, hið mesta örreitiskot. Við manntalið 1801 er það markvert um heimili Sr. Sæmundar Hálfdán- arsonar á Barkarstöðum í Fljótshlíð og konu hans, ingibjargar Ásgrímsdóttur frá Melum að tilgreind eru ættartengsli húsbænda við fjóra heimilismenn. Einn þeirra er Guðríður Þorsteinsdóttir, 15 ára, ættingi Sr. Sæmundar í þriðja og fjórða lið. Þetta er auðrakið, föðurmóðir prests var Margrét prestsmaddama í Eyvindarhólum, dóttir Jóns sýslumanns á Kirkjubæjarklaustri, sonar Sr. Þor- steins Oddssonar í Holti, langamma Guðríðar var Hildur dóttir Sr. Þorsteins, kona Eyjólfs hins spaka. Að fóstri með Sr. Sæmundi og ingibjörgu árið 1801 var systursonur ingi- bjargar, Jón Halldórsson, síðar prófastur á Breiðabólstað, þá 6 ára. Þau Guð- ríður og Jón alast því upp saman. Guðríður er enn til heimilis á Barkarstöðum í manntali 1816, sögð 28 ára. Sr. Sæmundur bjó vel efnum búinn á Barkarstöðum og Guðríður hefur án efa fengið þar góða menntun til munns og handa. Sr. Einar Jónsson greinir frá því að bréf hafi farið á milli Guðríðar og Jóns Sig- urðssonar fræðimanns í Njarðvík. Þau höfðu aldrei sést en voru að öðrum og þriðja í frændsemi. Full rök eru fyrir því að Guðríður hafi verið sagnakona og þá fræðari Guð- rúnar dóttur sinnar. Sr. Skúli Gíslason þjóðsagnaskrásetjarinn frægi varð prest- ur á Breiðabólstað 1859 og rétt næsti nágranni Guðríðar á Flókastöðum. Í bréfi til Jóns Árnasonar 1862 getur hann kerlingar í nágrenni og sé sögð sagnfróð. Hann hugðist kanna hvað rétt væri og víkur að því sama síðar á árinu. Þá er kerlingin orðin kona og kennd við Flókastaði. Þetta hlýtur að vera Guðríður Þorsteinsdóttir, þá 76 ára. Ekki er frekar sagt frá sagnvísi hennar. Guðrún Arnbjarnardóttir giftist 1856 Vigfúsi Sigurðssyni frá Varmahlíð (f. 1822), bróður Páls alþingismanns í Árkvörn. Arnbjörn Ólafsson stóð fyrir búi á Flókastöðum til dánarárs 1877. Vigfús og Guðrún tóku þá við búsforráð- um og bjuggu lengst af við bærilega góð efni. Vigfús átti jarðeignir nokkrar undir Eyjafjöllum, erfðagóss úr búi föður hans, Sigurðar Jónssonar stúdents í Varmahlíð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.