Goðasteinn - 01.09.2013, Qupperneq 73
71
Goðasteinn 2013
Vigfús Þórarinsson sýslumaður og Steinunn Bjarnadóttir. Þetta fólk dvaldist
þar eitthvað og dó þar annað hjónanna og 2 börnin en eitt lifði og var það Guð-
ríður. Hún ólst síðan upp á Hliðarenda. Var hún vel greind og myndarleg. Krist-
ín Vigfúsdóttir og hún urðu vinkonur miklar. Þegar Kristín var orðin kona Jóns
prófasts Halldórssonar á Breiðabólstað, fékk hún því fram komið er Flókastaðir
voru lausir að Guðríði og manni hennar voru byggðir Flókastaðir.“
Þetta er merkur fróðleikur en þó skýtur hér nokkuð skökku við. Allt getur
rétt verið um fyrstu tengingu við Hlíðarenda og Þorsteinn Sigurðsson virðist
hafa fengið byggða Hlíðarendahjáleiguna Réttarhús, hið mesta örreitiskot.
Við manntalið 1801 er það markvert um heimili Sr. Sæmundar Hálfdán-
arsonar á Barkarstöðum í Fljótshlíð og konu hans, ingibjargar Ásgrímsdóttur
frá Melum að tilgreind eru ættartengsli húsbænda við fjóra heimilismenn. Einn
þeirra er Guðríður Þorsteinsdóttir, 15 ára, ættingi Sr. Sæmundar í þriðja og
fjórða lið. Þetta er auðrakið, föðurmóðir prests var Margrét prestsmaddama í
Eyvindarhólum, dóttir Jóns sýslumanns á Kirkjubæjarklaustri, sonar Sr. Þor-
steins Oddssonar í Holti, langamma Guðríðar var Hildur dóttir Sr. Þorsteins,
kona Eyjólfs hins spaka.
Að fóstri með Sr. Sæmundi og ingibjörgu árið 1801 var systursonur ingi-
bjargar, Jón Halldórsson, síðar prófastur á Breiðabólstað, þá 6 ára. Þau Guð-
ríður og Jón alast því upp saman. Guðríður er enn til heimilis á Barkarstöðum í
manntali 1816, sögð 28 ára. Sr. Sæmundur bjó vel efnum búinn á Barkarstöðum
og Guðríður hefur án efa fengið þar góða menntun til munns og handa. Sr.
Einar Jónsson greinir frá því að bréf hafi farið á milli Guðríðar og Jóns Sig-
urðssonar fræðimanns í Njarðvík. Þau höfðu aldrei sést en voru að öðrum og
þriðja í frændsemi.
Full rök eru fyrir því að Guðríður hafi verið sagnakona og þá fræðari Guð-
rúnar dóttur sinnar. Sr. Skúli Gíslason þjóðsagnaskrásetjarinn frægi varð prest-
ur á Breiðabólstað 1859 og rétt næsti nágranni Guðríðar á Flókastöðum. Í bréfi
til Jóns Árnasonar 1862 getur hann kerlingar í nágrenni og sé sögð sagnfróð.
Hann hugðist kanna hvað rétt væri og víkur að því sama síðar á árinu. Þá er
kerlingin orðin kona og kennd við Flókastaði. Þetta hlýtur að vera Guðríður
Þorsteinsdóttir, þá 76 ára. Ekki er frekar sagt frá sagnvísi hennar.
Guðrún Arnbjarnardóttir giftist 1856 Vigfúsi Sigurðssyni frá Varmahlíð
(f. 1822), bróður Páls alþingismanns í Árkvörn. Arnbjörn Ólafsson stóð fyrir
búi á Flókastöðum til dánarárs 1877. Vigfús og Guðrún tóku þá við búsforráð-
um og bjuggu lengst af við bærilega góð efni. Vigfús átti jarðeignir nokkrar
undir Eyjafjöllum, erfðagóss úr búi föður hans, Sigurðar Jónssonar stúdents í
Varmahlíð.