Goðasteinn - 01.09.2013, Qupperneq 76
74
Goðasteinn 2013
gera þeim full skil. Það verða aðeins fáar manneskjur sem jeg ætla að draga út
úr fjöldanum og reyna að lýsa lítilsháttar.
Þá verður fyrst fyrir mjer Guðrún á Flókastöðum. Hún var fædd 1826 á Háa-
múla í Fljótshlíð. Foreldrar hennar fluttu að Flókastöðum og þar ólst Guðrún
upp, giftist og bjó allan sinn búskap þar. Þegar jeg kom að Staðnum hefir hún
verið orðin 74 ára. Hún hefur verið meðalkvenmaður á allan vöxt, en gekk
alltaf bogin við staf eftir að ég þekkti hana. Bein var hún þó í bakið en bognaði
í lendarnar.“ Jeg get gengið bein“ sagði hún stundum, sleppti stafnum og stik-
aði þráðbein um dálitla stund en tók svo stafinn og seig saman aftur. líklega
hefur það verið bakverkur sem gerði það, að hún gekk svo bogin. Hún klædd-
ist gamla íslenska búningnum, hafði silkiklút um hálsinn og djúpa húfu alveg
ofan á augabrúnir og stuttan og þykkan skúf sem nam við öxlina. Þegar hún
lyfti húfunni kom í ljós mikið enni. Augun vóru blágrá og breyttu aldrei um
svip, alltaf hýr og glaðleg, um munninn ljek oftast eða alltaf bjart bros. Nefið
var beint, fremur stórt og skagaði nokkuð fram, ögn íbjúgt, hakan sterkleg og
fremur breið. dálítill roði í kinnum. Þegar hún kom til kirkju hafði hún svart
sjal brotið á horn og alltaf þegar hún fór út af bænum. Hversdagslega gekk hún
á grófu vaðmálspilsi og dagtreyju og þar utan yfir í svartri vaðmálsúlpu stuttri
og víðri, náði hún rjett niður á mjaðmir. Heima var hún oftast með strigasv-
untu, því hún hafði það embætti að sitja við hlóðin frammi í eldhúsi og kynda
eldinn. Þá var oft gaman að koma inn í eldhúsið til hennar, kom það oft fyrir
að við stelpurnar vórum sendar að Flókastöðum og þá kom hún alltaf fram og
bauð okkur inn í eldhús til sín. Ef hún hafði tíma til þá sagði hún okkur stutta
sögu, en ef við áttum að flýta okkur, ljet hún duga að syngja fyrir okkur og
spila á hlóðarhelluma með skörungnum. Vísan sem hún söng oftast hljóðaði
svo:
„Brúsi átti byggð í helli,
brögnum þótti hann seint á ferli,
elti hann mig svo jeg varð móð,
af því varð jeg ekki góð.“
Þá söng hún aðra setninguna á hæstu nótum sem hún átti til og hina í dýpsta
bassa sem hún náði. Hvernig sem hún fór að því þá hafði hún lag á því að gera
hverjum manni glatt í geði, hvort sem hún var með honum lengi eða skammt.
Hún var mikill bókavinur og las allt sem hún náði í, helst fræðirit og góðan
skáldskap, og talaði gjarna um það við þá sem báru skyn á þá hluti, þótti bæði
lærðum og leikum ánægjulegt og fróðlegt að eiga tal við hana, og bar það
oft við að fólk gerði sjer erindi að Flókastöðum til þess að eiga með henni