Goðasteinn - 01.09.2013, Side 168

Goðasteinn - 01.09.2013, Side 168
166 Goðasteinn 2013 settust þau að í Ormskoti þar sem þau bjuggu síðan. Eiður og Hjördís eign- uðust tvö börn, Halldór og Sigríði. Eiginmaður Sigríðar er Jóhann Ísleifsson og eru börn þeirra Jökull, Sóley og Hjördís. Þau heimsóttu ömmu og afa oft í sveitinni og voru þeim heimsóknir þeirra til mikillar gleði. Búið í Ormskoti var ekki stórt en nægði þeim vel. Þau bjuggu bæði með kindur og kýr og áttu auk þess hesta sem Eiður hafði mikið yndi af. Hjónin voru samhent og farsæl í því sem þau tóku sér fyrir hendur. Á sumrin voru unglingar hafðir til snúninga og margir þeirra komu ár eftir ár og eiga miklar og góðar minningar frá dvöl sinni í Ormskoti og búa að því sem þau lærðu þar af þeim hjónum báðum. Eiður var mjög duglegur til allra verka, vildi helst aldrei vera verklaus. Hann gerði líka kröfur til annarra, líka unglinganna sem voru hjá honum í sveit, en aldrei svo að hann ofbyði þeim. Hann treysti þeim og vissi hvað í hverjum bjó. Oft dvöld- ust í Ormskoti stúlkur bæði frá Svíþjóð og Noregi sem vildu vinna á íslenskum sveitabæ. Þær hafa allar haldið sambandi við fjölskylduna og sumar bundist henni vináttuböndum. Þá dvöldust erlendir skiptinemar á heimilinu í Ormskoti, stúlka frá Finnlandi, önnur frá Honduras og sú þriðja frá Costa Rica. Eiður var hreinskiptinn og ófeiminn við að segja meiningu sína. Hann var hollur vin- ur vina sinna, greiðvikinn og ráðhollur. Honum var öll sýndarmennska eitur í beinum og gat tekið undir með séra Hallgrími: „ … hold er mold, hverju sem það klæðist.“ Honum fannst mestu skipta það sem inni fyrir býr en ekki það sem menn bera utan á sér. Hann var fróður og hafði góða frásagnarhæfileika og átti auðvelt með að sjá spaugilegar hliðar á málum. Eiður var mjög harður af sér og kvartaði aldrei. lungun voru lengi veik og þjáðist hann af astma og heymæði sem gerði alla vinnu við hey erfiða. Sonur þeirra Halldór tók sífellt meiri þátt í bústörfum og gerði hjónunum Eiði og Hjördísi kleift að búa áfram í Ormskoti. Árið 2008 veiktist Eiður alvarlega og gekk kraftaverki næst að hann náði bata. En veikindin höfðu dregið úr honum þrótt og hann varð að hafa hægar um sig. Það líkaði honum illa svo starfssamur maður sem hann var. En hann sat ekki með hendur í skauti og beið þess sem verða vildi heldur stytti sér stundir við prjónaskap. Hann naut góðrar umönnunar færra lækna og stóð í mestri þakk- arskuld við læknana unni Steinunni Björnsdóttur, Sigríði Ólínu Haraldsdóttur og Guðmund Benediktsson, heimilislækni. Í haust fóru innvortisblæðingar að gera vart við sig og þá uppgötvaðist mein sem ekki var hægt að vinna á. Eiður tók örlögum sínum með æðruleysi og sálarstyrk. Hann kvartaði aldrei og var reiðubúinn að taka því sem að höndum bæri. Hann var fluttur á Heilbrigð- isstofnun Suðurlands á Selfossi þar sem hann naut góðrar umönnunar starfs- fólks Hand- og lyflæknisdeildar. Þar andaðist hann aðfaranótt aðfangadags jóla 2012 og fór útförin fram að Breiðabólstað 29.12.2012. Sr. Einar Sigurbjörnsson
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.